Skilríkjalaus Chewbacca handtekinn á kjörstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2015 18:08 Sá loðni var óviðráðanlegur í Odessa. Vísir/Epa Óhætt er að segja að furðulegasta vendingin í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Úkraínu hafi átt sér stað í gær þegar Stjörnustríðsfígúran Chewbacca var leidd fyrir dómara í Odessa. Maðurinn í búningnum var sektaður um fimm evrur fyrir að hafa ekki náð að sýna fram á gild persónuskilríki. Úkraínska lögreglan sendi frá sér „tilkynningu“ um málið á Instagram síðu sinni nú í morgun. Þar segir: „Ekkert óeðlilegt hér á seyði, handtókum bara skilríkjalausan Chewbacca sem var að aka Svarthöfða á kjörstað í Odessa. Myrkrahöfðinginn sagði aðgerðirnar ólöglegar enda væri Chewbacca gæludýr sem og aðstoðarmaður og þyrfti því ekki skilríki.“ Skömmu áður höfðu lögreglumenn fleygt Chewbacca inn í lögreglubíl eftir að hafa ásakað hann um ófrið á kjörstað. Chewbacca sagði að hann hafi einungis verið þar til að aðstoða Svarthöfða sem væri þar til að greiða atkvæði.Uppákoman með Chewbacca var þó ekki það eina sem var á milli tannanna á Úkraínumönnum á kjördag. Það sem meira er - kosningarnar voru blásnar af í borginni Mariupol sem stendur í miðri átakalínunni milli stjórnar- og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Að sögn stjórnvalda var ástæðan sú að kjörseðlarnir hafi verið gallaðir og búist er við því að kosið verði innan tveggja vikna. Í Kænugarði þarf að kjósa aftur í ljósi þess að enginn frambjóðandi fékk meira en 50 prósent atkvæða. Talið er að núverandi borgarstjóri, fyrrum hnefaleikakappinn Vitaly Klitschko, muni vinna öruggan sigur í næstu umferð kosninganna. Að sögn The Guardian hefur kosningabaráttan í Úkraínu markast af hinum „hefðbundnu bolabrögðum,“ eins og það er orðað; atkvæðakaup, spilltir frambjóðendur og baktjaldamakk. Stjórnmálaskýrendur telja það til marks að stjórnarflokkarnir, sem kjörnir voru á síðasta ári, hafi mistekist að innleiða þá „nýju gerð stjórnmála“ sem þeir lofuðu í aðdraganda liðinni þingkosninga.Chewbacca appeared in court today in Odessa and was fined $7.50. Ukraine: never boring. (via @ItsBorys) pic.twitter.com/uo57cdJl6H— Shaun Walker (@shaunwalker7) October 26, 2015 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Óhætt er að segja að furðulegasta vendingin í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Úkraínu hafi átt sér stað í gær þegar Stjörnustríðsfígúran Chewbacca var leidd fyrir dómara í Odessa. Maðurinn í búningnum var sektaður um fimm evrur fyrir að hafa ekki náð að sýna fram á gild persónuskilríki. Úkraínska lögreglan sendi frá sér „tilkynningu“ um málið á Instagram síðu sinni nú í morgun. Þar segir: „Ekkert óeðlilegt hér á seyði, handtókum bara skilríkjalausan Chewbacca sem var að aka Svarthöfða á kjörstað í Odessa. Myrkrahöfðinginn sagði aðgerðirnar ólöglegar enda væri Chewbacca gæludýr sem og aðstoðarmaður og þyrfti því ekki skilríki.“ Skömmu áður höfðu lögreglumenn fleygt Chewbacca inn í lögreglubíl eftir að hafa ásakað hann um ófrið á kjörstað. Chewbacca sagði að hann hafi einungis verið þar til að aðstoða Svarthöfða sem væri þar til að greiða atkvæði.Uppákoman með Chewbacca var þó ekki það eina sem var á milli tannanna á Úkraínumönnum á kjördag. Það sem meira er - kosningarnar voru blásnar af í borginni Mariupol sem stendur í miðri átakalínunni milli stjórnar- og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Að sögn stjórnvalda var ástæðan sú að kjörseðlarnir hafi verið gallaðir og búist er við því að kosið verði innan tveggja vikna. Í Kænugarði þarf að kjósa aftur í ljósi þess að enginn frambjóðandi fékk meira en 50 prósent atkvæða. Talið er að núverandi borgarstjóri, fyrrum hnefaleikakappinn Vitaly Klitschko, muni vinna öruggan sigur í næstu umferð kosninganna. Að sögn The Guardian hefur kosningabaráttan í Úkraínu markast af hinum „hefðbundnu bolabrögðum,“ eins og það er orðað; atkvæðakaup, spilltir frambjóðendur og baktjaldamakk. Stjórnmálaskýrendur telja það til marks að stjórnarflokkarnir, sem kjörnir voru á síðasta ári, hafi mistekist að innleiða þá „nýju gerð stjórnmála“ sem þeir lofuðu í aðdraganda liðinni þingkosninga.Chewbacca appeared in court today in Odessa and was fined $7.50. Ukraine: never boring. (via @ItsBorys) pic.twitter.com/uo57cdJl6H— Shaun Walker (@shaunwalker7) October 26, 2015
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira