Tekjur af ferðamönnum mun lægri en talið var Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2015 07:00 Ferðamönnum á Íslandi fer fjölgandi og talið að tekjur af komu erlendra ferðamanna verði um 350 milljarðar á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira