Alfreð: Það er bara á milli okkar Anton Ingi Leifsson skrifar 10. október 2015 18:37 Alfreð ósáttur í leiknum í dag. Vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00