Stofnandi I Fucking Love Science segist hafa hafnað milljarða tilboði í síðuna Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 14:51 Elise Andrew. Vísir/Twitter Stofnandi Facebook-síðunnar IFuckingLoveScience segist hafa hafnað 30 milljóna dollara tilboði, um 3,7 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í síðuna. Stofnandinn er hin 26 ára gamla EliseAndrew sem stofnaði síðuna í mars árið 2012. Um það bil 22 milljónir Facebook-notenda fylgja síðunni eftir og hefur uppgangur hennar verið ævintýri líkastur.Andrew hefur ekki veitt viðtöl í nokkur ár en steig fram á Twitter síðastliðinn laugardag til að segja frá andlegum veikindum sínum í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Þar sagði hún til að mynda að hún hefði fengið 30 milljóna dollara tilboð í IFuckingLoveScience í fyrra. „Og það var svo freistandi. En ekki út af peningnum.“ Hún tilgreindi ekki hver bauð þessa upphæð í síðuna en sagði þetta tilboð hafa verið freistandi því þá hefði hún losnað undan því áreiti sem fylgir henni. Í röð tísta greindi hún frá því að hún væri haldin hárplokkunaráráttu, trichotillomaníu, og sagðist hún hafa verið greind með þunglyndi, jaðar persónuleikaröskun og geðhvarfasýki. Hún sagðist ekki átta sig á því hvers vegna hún hefði ákveðið að opinbera þessi veikindi sín, hún hefði aldrei tjáð sig um þau áður, en sagði á móti að ef hún skammaðist sín fyrir þau, þá væru góðar líkur á að einhver annar gerði það líka. Hún sagði að lokum að það allra versta við að vera opinber persóna sé ókunnugir geti skáldað nánast hvað sem er um hana. Hún sagði veikindin gera sig geðveika, en internetið minni hana á að sumt fólk sé miklu verra en hún sjálf.I was offered $30 million for IFLScience last year. And it was so, so tempting. Not because of the money.— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 I have mental health issues. I have since a very young age. I struggle every single day with these issues.— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 Although hey, $30 million. But the thought of being a private person again. Of no one caring who I am. Of everyone just leaving me alone— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 The only advice I have to those struggling with mental health issues is the same advice I give myself every single day. It does get better.— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Stofnandi Facebook-síðunnar IFuckingLoveScience segist hafa hafnað 30 milljóna dollara tilboði, um 3,7 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í síðuna. Stofnandinn er hin 26 ára gamla EliseAndrew sem stofnaði síðuna í mars árið 2012. Um það bil 22 milljónir Facebook-notenda fylgja síðunni eftir og hefur uppgangur hennar verið ævintýri líkastur.Andrew hefur ekki veitt viðtöl í nokkur ár en steig fram á Twitter síðastliðinn laugardag til að segja frá andlegum veikindum sínum í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Þar sagði hún til að mynda að hún hefði fengið 30 milljóna dollara tilboð í IFuckingLoveScience í fyrra. „Og það var svo freistandi. En ekki út af peningnum.“ Hún tilgreindi ekki hver bauð þessa upphæð í síðuna en sagði þetta tilboð hafa verið freistandi því þá hefði hún losnað undan því áreiti sem fylgir henni. Í röð tísta greindi hún frá því að hún væri haldin hárplokkunaráráttu, trichotillomaníu, og sagðist hún hafa verið greind með þunglyndi, jaðar persónuleikaröskun og geðhvarfasýki. Hún sagðist ekki átta sig á því hvers vegna hún hefði ákveðið að opinbera þessi veikindi sín, hún hefði aldrei tjáð sig um þau áður, en sagði á móti að ef hún skammaðist sín fyrir þau, þá væru góðar líkur á að einhver annar gerði það líka. Hún sagði að lokum að það allra versta við að vera opinber persóna sé ókunnugir geti skáldað nánast hvað sem er um hana. Hún sagði veikindin gera sig geðveika, en internetið minni hana á að sumt fólk sé miklu verra en hún sjálf.I was offered $30 million for IFLScience last year. And it was so, so tempting. Not because of the money.— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 I have mental health issues. I have since a very young age. I struggle every single day with these issues.— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 Although hey, $30 million. But the thought of being a private person again. Of no one caring who I am. Of everyone just leaving me alone— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015 The only advice I have to those struggling with mental health issues is the same advice I give myself every single day. It does get better.— Elise Andrew (@Elise_Andrew) October 10, 2015
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira