Undanfarin misseri hefur hnífaárásum í Ísrael fjölgað gífurlega.
Táningarnir tveir réðust á tvítugan mann í Jerúsalem og særðu hann alvarlega. Þá réðust þeir á ísraelskan táning og er hann sagður á sjúkrahúsi og í lífshættu. Annar árásarmannanna var skotinn til bana af lögreglu en hinn varð fyrir bíl á flótta. Í annarri árás særði 16 ára stúlka lögregluþjón áður en hún var særð af öðrum lögregluþjónum.
Í þriðju árásinni var 17 ára drengur skotinn til bana af lögreglu.
Aukin byssusala í Ísrael
Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa fimm Ísraelar látið lífið í óöldinni. Hins vegar hafa minnst 25 Palestínumenn látið lífið. Þar af tíu árásarmenn. Hundruð hafa særst í átökum við hermenn á Vesturbakkanum.
Árásirnar hafa valdið mikilli ókyrrð í Ísrael, þar sem íbúar kaupa nú byssur í massavís. Þeir sem fremja árásirnar hafa aldrei verið tengd við öfgasamtök og þær virðast vera af algjöru handahófi.