Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. október 2015 19:30 Bjarni Benediktsson vísir/pjetur Bjarni Benediktsson segir ekki til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða Landlæknir sagði í gær óforsvaranlegt að fólk beiti fyrir sig sjúklingum endurtekið í verkföllum. Formaður sjúkraliðafélagsins lét landlækni hafa það óþvegið á tröppum stjórnarráðsins í morgun og sakaði hann um kvenfyrirlitningu. Tilboð ríkisins frá því í fyrradag er en á borðinu í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða, landssambands lögreglumanna og ríkisins. Bjarni Benediktsson segir að í því felist að ræddar verði hugmyndir um að koma í veg fyrir að sú staða sem hafi byggst upp á undanförnum tveimur árum, komi upp aftur í kjaraviðræðum. „Við getum ekki tekið aðra svona lotu,“ sagði Bjarni og bætti við að það þyrfti að breyta verklaginu og rammanum fyrir vinnumarkaðinn á Íslandi . Þá segir hann það skilyrði að áralöngu samtali um endurbætur á lífeyriskerfinu ljúki.Lítil samstaða verkalýðsfélaga Bjarni segist hafa vissan skilning á því að þessar stéttir sem nú eru í verkfalli eða við samningaborðið vilji fá sömu kjarabætur og aðrir hafi fengið í samningum. Það sé þó vandamál í þessari samningalotu að það sé lítið samstaða milli félaga um annað en að þau vilji miklar hækkanir um á tugi prósenta. Ríkið sé á sama tíma að reyna að tryggja stöðugleika og það skipti máli fyrir heimilin í landinu að hér komi ekki mikil verðbólga og háir vextir. Lögreglumenn veiktust af samstöðupest og annan föstudaginn í röð var ófremdarástand hjá lögreglunni vegna fjarvista. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist ekki sátt við þessar aðferðir lögreglunnar fyrir framan stjórnarráðið.. Verkfallsfólk og löggæslufólk sem var mætt fyrir utan stjórnarráðið sló hring utan um stjórnarráðið í lok fundar. Tók það í gjörgæslu eins og það var orðað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Bjarni Benediktsson segir ekki til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða Landlæknir sagði í gær óforsvaranlegt að fólk beiti fyrir sig sjúklingum endurtekið í verkföllum. Formaður sjúkraliðafélagsins lét landlækni hafa það óþvegið á tröppum stjórnarráðsins í morgun og sakaði hann um kvenfyrirlitningu. Tilboð ríkisins frá því í fyrradag er en á borðinu í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða, landssambands lögreglumanna og ríkisins. Bjarni Benediktsson segir að í því felist að ræddar verði hugmyndir um að koma í veg fyrir að sú staða sem hafi byggst upp á undanförnum tveimur árum, komi upp aftur í kjaraviðræðum. „Við getum ekki tekið aðra svona lotu,“ sagði Bjarni og bætti við að það þyrfti að breyta verklaginu og rammanum fyrir vinnumarkaðinn á Íslandi . Þá segir hann það skilyrði að áralöngu samtali um endurbætur á lífeyriskerfinu ljúki.Lítil samstaða verkalýðsfélaga Bjarni segist hafa vissan skilning á því að þessar stéttir sem nú eru í verkfalli eða við samningaborðið vilji fá sömu kjarabætur og aðrir hafi fengið í samningum. Það sé þó vandamál í þessari samningalotu að það sé lítið samstaða milli félaga um annað en að þau vilji miklar hækkanir um á tugi prósenta. Ríkið sé á sama tíma að reyna að tryggja stöðugleika og það skipti máli fyrir heimilin í landinu að hér komi ekki mikil verðbólga og háir vextir. Lögreglumenn veiktust af samstöðupest og annan föstudaginn í röð var ófremdarástand hjá lögreglunni vegna fjarvista. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist ekki sátt við þessar aðferðir lögreglunnar fyrir framan stjórnarráðið.. Verkfallsfólk og löggæslufólk sem var mætt fyrir utan stjórnarráðið sló hring utan um stjórnarráðið í lok fundar. Tók það í gjörgæslu eins og það var orðað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04