Lífið

Bieber tjáir sig um nektarmyndirnar

Sá kanadíski
Sá kanadíski vísir/Getty
Poppstjarnan Justin Bieber hefur tjáð sig í fyrsta sinn um nektarmyndirnar sem teknar voru án hans vitundar.

Söngvarinn segir að honum finnst hann „mjög misnotaður“ (e. Super violated) eftir að hann var myndaður á Adamsklæðunum á leið sinni í heitan pott á Bora Bora á dögunum. Þar var hann í fríi með bresku fyrirsætunni Jayde Pierce.

Myndirnar voru birtar á heimasíðu New York Daily News þar sem búið var að hylja hið allra heilagasta. Síðar var þeim lekið óritskoðuðum á netið þar sem þeim hefur verið deilt mörg þúsund sinnum.

Aðspurður um málið sagði popparinn í samtali við Access Hollywood: „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvernig geta þau gert þetta? Mér finnst ég mjög misnotaður. Mér líður eins og ég geti ekki stigið út fyrir hússins dyr, geti ekki farið nakinn út. Manni á að geta liðið vel á svæðinu sínu – sérstaklega þegar maður er svona langt í burtu.“

Myndirnar hafa verið á milli tannanna á fólki og margir hafa sagt þær brot á friðhelgi einkalífs poppstjörnunnar.

Lögfræðingar Biebers hafa hótað því að lögsækja vefmiðla sem fjarlægja ekki myndirnar strax. Ljósmyndaveitan sem seldi myndirnar hefur ætíð mótmælt því að þær hafi farið yfir strikið. Veitan hefur þó ekki svarað hvort notast hafi verið við myndavél með langri aðdráttarlinsu þegar þær voru fangaðar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×