Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Dearbhla Doyle er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu í málefnum norðurslóða. vísir/stefán Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira