Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. október 2015 07:30 Búið er að ákveða að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og einn þekktasti tónlistarmaður landsins í áratugaraðir, verði í dómnefndinni í Ísland Got Talent í vetur. Tekur Jakob þær sæti Bubba Morthens, sem hefur mikla reynslu af dómarastörfum í svona þáttum, þar sem hann hefur bæði verið dómari í Ísland Got Talent og Idol stjörnuleit. Jakob segir að vissulega sé það viss áskorun og pressa að taka við af Bubba, án þess að hann ætli sérstaklega að reyna að líkja eftir reynsluboltanum. „Minn stíll verður bara minn stíll. Ég geri mér almennt far um að vera jákvæður og opinn. Stundum hefur verið bent á, bæði í gamni og alvöru, að ég hafi hlotið dýrmæta þjálfun í diplómasíu í utanríkisþjónustunni á sínum tíma “ útskýrir hann en bætir við: „Maður reynir bara að vera sanngjarn og heiðarlegur. Ef niðustaða manns er ekki ávísun á já, þá ber að orða það það af kurteisi og varfærni.“ Jakob Frímann hefur fylgst vel með Ísland Got Talent og segir þáttinn vinsælan á heimilinu. „Þetta var eftirlætis sjónvarpsefni okkar á sunnudagskvöldum. Yngstu dætur mínar, þriggja ára og átta ára, eru afskaplega áhugasamar, einkum sú eldri. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á þessu, sem maður fær beint í æð. Því mætti ætla að ég muni leitast við annars vegar að horfa á atriðin með augum hins margreynda og sjóaða sem hefur stýrt upptökum og starfað með mörgum ólíkum listamönnum gegn um tíðina, en jafnframt að ég muni freista þess að horfa og hlusta á atriðin með hliðsjón af hinni ungu og ómenguðu sál, sem er dóttir mín. Ekki það að ég geti haft hana í eyranu á meðan ég geri upp minn hug, heldur mun ég vonandi geta horft til hennar viðmiða og svissað yfir í hennar hugarheim þegar svo ber við.“ Jafnframt hvetur Jakob þá sem taka þátt til þess að mæta vel undirbúnir til leiks. „Með tíu milljónir króna hangandi á spýtunni, vonar maður að fólk taki þátt að vel ígrunduðu máli. Það þarf að huga að því stíga ekki fram fyrr en búið er að ná ákveðnum tökum á því sem ætlast er til að metið verði að verðleikum. Að fá höfnun getur hangið yfir fólki í nokkurn tíma og því er mikilvægt að taka ekki þátt í einhverju bríaríi, heldur að vel ígrunduðu máli og helst með vel þjálfað atriði. Ef þú varst að byrja að læra á gítar í síðasta mánuði eru meiri líkur en minni að þú sért ekki tilbúinn.“ Jakob hlakkar mikið til að setjast í dómarastólinn og taka þátt í þessum vinsæla þætti. „Ég hef heyrt af miklum áhuga og fjölda þátttakenda. Ég vona jafnframt að gullhnappurinn muni freista mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar . Við erum fámenn þjóð, en virðumst samt alltaf eiga gnótt af nýju og fersku hæfileikafólki.” Jakob vonast til þess að sigurvegarinn muni geta nýtt þann meðbyr sem hlýst úr þáttunum til þess að styrkja sig og ná enn lengra á sínu sviði. „Niðurstaðan úr þættinum er auðvitað bara einum í vil í lokin og stundum getur það verið einhverjum tilviljunum háð. Margir geta komið til greina, en aðeins einn mun að lokum verða verðugur handhafi hinna stóru verðlauna. Mín von er að að sá eða sú sem verðlaunin hlýtur muni jafnframt öðlast aukið vængjahaf og svífa til nýrra hæða í lífi og starfi.“ Ísland Got Talent Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Búið er að ákveða að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og einn þekktasti tónlistarmaður landsins í áratugaraðir, verði í dómnefndinni í Ísland Got Talent í vetur. Tekur Jakob þær sæti Bubba Morthens, sem hefur mikla reynslu af dómarastörfum í svona þáttum, þar sem hann hefur bæði verið dómari í Ísland Got Talent og Idol stjörnuleit. Jakob segir að vissulega sé það viss áskorun og pressa að taka við af Bubba, án þess að hann ætli sérstaklega að reyna að líkja eftir reynsluboltanum. „Minn stíll verður bara minn stíll. Ég geri mér almennt far um að vera jákvæður og opinn. Stundum hefur verið bent á, bæði í gamni og alvöru, að ég hafi hlotið dýrmæta þjálfun í diplómasíu í utanríkisþjónustunni á sínum tíma “ útskýrir hann en bætir við: „Maður reynir bara að vera sanngjarn og heiðarlegur. Ef niðustaða manns er ekki ávísun á já, þá ber að orða það það af kurteisi og varfærni.“ Jakob Frímann hefur fylgst vel með Ísland Got Talent og segir þáttinn vinsælan á heimilinu. „Þetta var eftirlætis sjónvarpsefni okkar á sunnudagskvöldum. Yngstu dætur mínar, þriggja ára og átta ára, eru afskaplega áhugasamar, einkum sú eldri. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á þessu, sem maður fær beint í æð. Því mætti ætla að ég muni leitast við annars vegar að horfa á atriðin með augum hins margreynda og sjóaða sem hefur stýrt upptökum og starfað með mörgum ólíkum listamönnum gegn um tíðina, en jafnframt að ég muni freista þess að horfa og hlusta á atriðin með hliðsjón af hinni ungu og ómenguðu sál, sem er dóttir mín. Ekki það að ég geti haft hana í eyranu á meðan ég geri upp minn hug, heldur mun ég vonandi geta horft til hennar viðmiða og svissað yfir í hennar hugarheim þegar svo ber við.“ Jafnframt hvetur Jakob þá sem taka þátt til þess að mæta vel undirbúnir til leiks. „Með tíu milljónir króna hangandi á spýtunni, vonar maður að fólk taki þátt að vel ígrunduðu máli. Það þarf að huga að því stíga ekki fram fyrr en búið er að ná ákveðnum tökum á því sem ætlast er til að metið verði að verðleikum. Að fá höfnun getur hangið yfir fólki í nokkurn tíma og því er mikilvægt að taka ekki þátt í einhverju bríaríi, heldur að vel ígrunduðu máli og helst með vel þjálfað atriði. Ef þú varst að byrja að læra á gítar í síðasta mánuði eru meiri líkur en minni að þú sért ekki tilbúinn.“ Jakob hlakkar mikið til að setjast í dómarastólinn og taka þátt í þessum vinsæla þætti. „Ég hef heyrt af miklum áhuga og fjölda þátttakenda. Ég vona jafnframt að gullhnappurinn muni freista mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar . Við erum fámenn þjóð, en virðumst samt alltaf eiga gnótt af nýju og fersku hæfileikafólki.” Jakob vonast til þess að sigurvegarinn muni geta nýtt þann meðbyr sem hlýst úr þáttunum til þess að styrkja sig og ná enn lengra á sínu sviði. „Niðurstaðan úr þættinum er auðvitað bara einum í vil í lokin og stundum getur það verið einhverjum tilviljunum háð. Margir geta komið til greina, en aðeins einn mun að lokum verða verðugur handhafi hinna stóru verðlauna. Mín von er að að sá eða sú sem verðlaunin hlýtur muni jafnframt öðlast aukið vængjahaf og svífa til nýrra hæða í lífi og starfi.“
Ísland Got Talent Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira