Ætlar að verða smiður eða flugmaður 4. október 2015 15:00 Gunnar Ingi Stefánsson Gunnar Ingi Stefánsson er 7 ára. Hann æfir fótbolta með Val og elskar að fara í sund. Honum finnst líka skemmtilegt að fara í ferðalög með skólanum sínum.Hvað ertu gamall og í hvaða skóla ertu? Ég er 7 ára og ég er í Hlíðaskóla. Mér finnst mjög gaman í skólanum. Stjúpbróðir minn er 6 ára. Hann er núna í skóla í Svíþjóð, skólinn hans heitir St. Hansskolan. Lovísa, stjúpmamma mín, verður í skóla í Svíþjóð í vetur.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði og listasmiðjunni. Ég er í textílmennt og þar er maður að æfa sig í nokkrum skrítnum tækjum.Ertu að æfa eitthvað? Fótbolta með Val, ég var að æfa handbolta síðasta vetur. Ég byrjaði að æfa fótbolta út af því að ég er svo góður.Hver er uppáhaldsbókin þín og lestu mikið? Mér finnst skemmtilegast að lesa Andrésar Andar-syrpur. Ég les stundum.Hver eru áhugamálin þín? Að spila Playstation 4 og að spila fótbolta. Ég elska líka að fara í sund og stundum fer ég í sjósund í Nauthólsvík. Mér finnst rosalega gaman að fara í ferðalög með skólanum mínum og líka fjölskyldunni minni. Einu sinni keyrði ég um allt Ísland með stjúpmömmu minni, pabba og stjúpbróður mínum. Svo fór ég einu sinni með mömmu minni í Hrísey, Dalvík og til Akureyrar. Mér finnst líka gaman að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, eins og á þriðjudögum og miðvikudögum þegar Meistaradeildin er. Uppáhaldsþátturinn hans pabba er Pepsi-mörkin og við horfum stundum á hann saman.Með hvaða liði heldur þú? Val, Manchester United, Barcelona og Liverpool.Hver er uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn? Mér finnst Lionel Messi bestur út af því að hann er bara rosalega góður. Mér finnst Ronaldo líka góður og Neymar og Iniesta. Diego Costa er líka góður. Rooney er líka bestur og Zlatan. Daniel Sturridge er líka flottur.Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða smiður út af því að mér finnst svo gaman að smíða. Út af því að það er gaman að byggja eitthvað verðmætt. Afi minn er smiður og ég hef verið að hjálpa honum að byggja bústað. Mig langar líka að verða flugmaður.Áttu gæludýr eða langar þig að eiga gæludýr? Nei, ég á ekki gæludýr en mig langar í kanínu. Ég held samt að pabbi sé með ofnæmi fyrir kanínum, ég get samt spurt mömmu hvort ég geti fengið kanínu hjá henni. Krakkar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Gunnar Ingi Stefánsson er 7 ára. Hann æfir fótbolta með Val og elskar að fara í sund. Honum finnst líka skemmtilegt að fara í ferðalög með skólanum sínum.Hvað ertu gamall og í hvaða skóla ertu? Ég er 7 ára og ég er í Hlíðaskóla. Mér finnst mjög gaman í skólanum. Stjúpbróðir minn er 6 ára. Hann er núna í skóla í Svíþjóð, skólinn hans heitir St. Hansskolan. Lovísa, stjúpmamma mín, verður í skóla í Svíþjóð í vetur.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði og listasmiðjunni. Ég er í textílmennt og þar er maður að æfa sig í nokkrum skrítnum tækjum.Ertu að æfa eitthvað? Fótbolta með Val, ég var að æfa handbolta síðasta vetur. Ég byrjaði að æfa fótbolta út af því að ég er svo góður.Hver er uppáhaldsbókin þín og lestu mikið? Mér finnst skemmtilegast að lesa Andrésar Andar-syrpur. Ég les stundum.Hver eru áhugamálin þín? Að spila Playstation 4 og að spila fótbolta. Ég elska líka að fara í sund og stundum fer ég í sjósund í Nauthólsvík. Mér finnst rosalega gaman að fara í ferðalög með skólanum mínum og líka fjölskyldunni minni. Einu sinni keyrði ég um allt Ísland með stjúpmömmu minni, pabba og stjúpbróður mínum. Svo fór ég einu sinni með mömmu minni í Hrísey, Dalvík og til Akureyrar. Mér finnst líka gaman að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, eins og á þriðjudögum og miðvikudögum þegar Meistaradeildin er. Uppáhaldsþátturinn hans pabba er Pepsi-mörkin og við horfum stundum á hann saman.Með hvaða liði heldur þú? Val, Manchester United, Barcelona og Liverpool.Hver er uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn? Mér finnst Lionel Messi bestur út af því að hann er bara rosalega góður. Mér finnst Ronaldo líka góður og Neymar og Iniesta. Diego Costa er líka góður. Rooney er líka bestur og Zlatan. Daniel Sturridge er líka flottur.Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða smiður út af því að mér finnst svo gaman að smíða. Út af því að það er gaman að byggja eitthvað verðmætt. Afi minn er smiður og ég hef verið að hjálpa honum að byggja bústað. Mig langar líka að verða flugmaður.Áttu gæludýr eða langar þig að eiga gæludýr? Nei, ég á ekki gæludýr en mig langar í kanínu. Ég held samt að pabbi sé með ofnæmi fyrir kanínum, ég get samt spurt mömmu hvort ég geti fengið kanínu hjá henni.
Krakkar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira