Uppáhaldsparið ekki í boði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 09:00 Það var létt yfir Lars Lagerbäck og Eiði Smára á æfingu landsliðsins í vikunni. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðsins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lagerbäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síðasta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þeim átta mismunandi framherjapörum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í uppbótartíma leikjanna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins.fréttablaðið EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðsins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lagerbäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates-leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síðasta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þeim átta mismunandi framherjapörum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í uppbótartíma leikjanna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins.fréttablaðið
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira