Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2015 11:30 Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar sú fyrrnefnda tók við starfi innanríkisráðherra af Hönnu Birnu í kjölfar afsagnar hennar eftir lekamálið. Vísir/GVA Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“ Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“
Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42
Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16
Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30