Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum

Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. vísir/vilhelm
Fréttablaðið fjallaði í dag um albönsku systkinin Janie, Petrit og Lauru sem komu til landsins í byrjun júní. Þau hafa stöðu hælisleitenda en hafa ekki fengið að ganga í skóla. Eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra fóru hjólin að snúast og nú er staðan sú að systkinin hefja skólagöngu hér á landi á mánudaginn.

Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 heimsækjum við fjölskylduna og ræðum við krakkana. Auk þess verður rætt við forstjóra Útlendingastofnunar um málið og tafir sem orðið hafa á lausnum í máli barnanna og annarra í sömu stöðu.


Tengdar fréttir

Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla

Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi.

Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar

Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim.

Börn hælisleitenda fá ekki skólavist

Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×