Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 19:59 Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Vísir/Anton Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Aukin harka er hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins. Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna. Kjarasamningar sjúkraliða, lögreglumanna og SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu hafa verið lausir síðan í vor. Félögin þrjú hafa staðið saman í kjaraviðræðum við ríkið og í lok júní var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara. Síðan þá hefur lítið þokast í samkomulagsátt og er deilan í algjörum hnút. Félögin eru því farin að undirbúa verkfallsaðgerðir. Eftir helgina hefst atkvæðagreiðsla sjúkraliða um boðun verkfalls. „Við stefnum á verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir það eina úrræðið sem sjúkraliðar hafi til þess að knýja á um að gerður verði við sjúkraliða sambærilegur kjarasamningur og hefur verið gerður við aðra. Kristín telur allar líkur á að félagsmenn samþykki að hefja verkfallsaðgerðir sínar um miðjan október. Um miðjan nóvember hefst svo allsherjarverkfall ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfallið nær til ellefu hundruð sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu. „Það er bara þannig að það er búið að semja hérna við suma. Það hefur aftur á móti dómur gengið varðandi aðra og að bjóða okkur svo eitthvað mun lægra myndi gera það að verkum að það myndi dragast verulega í sundur með þessum fagstéttum sem starfa saman,“ segir Kristín. Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti í vikunni að hefja á næstunni atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hátt í þrjú þúsund félagsmanna sinna sem starfa hjá ríkinu. Það gæti einnig orðið að veruleika um miðjan október. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt líkt og hin tvö félögin. Klukkan fimm í nótt hittist hópur lögreglumann sem eru í Lögreglufélagi Reykjavíkur á Umerðarmiðstöðinni til að ræða kjaramál sín. Margir lögreglumenn hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna og hafa undanfarið reynt að vekja athygli á því. Samninganefndir sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins hafa ekkert fundað síðan 9. september og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02