Innlent

Einn stærsti heiti pottur í heimi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Það borgar sig að fara með gát í úfnu hrauninu.
Það borgar sig að fara með gát í úfnu hrauninu. Mynd/Hörður Jónasson
„Heiti potturinn hlýtur að vera sá stærsti í heiminum,“ segir Hörður Jónasson ökuleiðsögumaður um nýja baðstaðinn í Holuhrauni.Hörður var á ferð í Holuhrauni um síðustu helgi og tók þá meðfylgjandi myndir á hinum nýja áfangastað sem jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn stefna nú á.„Þetta er einstakur baðstaður á heimsvísu,“ segir Hörður. „Heitt jökulvatn úr suðurenda Holuhrauns, bræðsluvatn frá Dyngjujökli rennur norður, undir og í gegnum hraunið og kemur undan því í norðurendanum. Þetta er mikið magn af vatni, um 35 til 40 gráðu heitu.“

Nýjasti baðstaður landsins er jafnframt einn sá áhugaverðasti.Mynd/Hörður Jónasson
Í hraunjaðrinum er skál sem Hörður telur vera um 400 til 500 fermetrar og því líkast til stærsti heiti pottur í heimi sem fyrr segir. "Úr skálinni rennur svo heitt vatn út og myndar ána sem er um 40 sentimetra djúp. Notalegur straumurinn í ánni virkar sem nuddpottur," lýsir Hörður.En það er ýmislegt að varast. Nýja hraunið er geysi oddhvasst. "Það er nauðsyndlegt að hafa tvenna skó meðferðis því það þarf vaðskó í ánni og þó aðallega í heitapottinum sem er inni í hrauninu," segir Hörður.Þá getur sjálf vatnið verið varhugavert. "Hitastig hefur verið sveiflukennt, hefur farið í 50 gráður," segir í aðvörunarskilti frá Vatnajökulsþjóðgarði.


Tengdar fréttir

Baða sig í heitri lind í Holuhrauni

Skammt frá Svartá í Holuhrauni hefur myndast vatn sem fólk getur baðað sig í og hafa nokkrir landverðir og ferðamenn nú þegar prófað. Skálavörður í Dreka segir aðgengið að vatninu auðvelt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.