Innlent

Einn stærsti heiti pottur í heimi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Það borgar sig að fara með gát í úfnu hrauninu.
Það borgar sig að fara með gát í úfnu hrauninu. Mynd/Hörður Jónasson

„Heiti potturinn hlýtur að vera sá stærsti í heiminum,“ segir Hörður Jónasson ökuleiðsögumaður um nýja baðstaðinn í Holuhrauni.

Hörður var á ferð í Holuhrauni um síðustu helgi og tók þá meðfylgjandi myndir á hinum nýja áfangastað sem jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn stefna nú á.

„Þetta er einstakur baðstaður á heimsvísu,“ segir Hörður. „Heitt jökulvatn úr suðurenda Holuhrauns, bræðsluvatn frá Dyngjujökli rennur norður, undir og í gegnum hraunið og kemur undan því í norðurendanum. Þetta er mikið magn af vatni, um 35 til 40 gráðu heitu.“

Nýjasti baðstaður landsins er jafnframt einn sá áhugaverðasti. Mynd/Hörður Jónasson

Í hraunjaðrinum er skál sem Hörður telur vera um 400 til 500 fermetrar og því líkast til stærsti heiti pottur í heimi sem fyrr segir. "Úr skálinni rennur svo heitt vatn út og myndar ána sem er um 40 sentimetra djúp. Notalegur straumurinn í ánni virkar sem nuddpottur," lýsir Hörður.

En það er ýmislegt að varast. Nýja hraunið er geysi oddhvasst. "Það er nauðsyndlegt að hafa tvenna skó meðferðis því það þarf vaðskó í ánni og þó aðallega í heitapottinum sem er inni í hrauninu," segir Hörður.

Þá getur sjálf vatnið verið varhugavert. "Hitastig hefur verið sveiflukennt, hefur farið í 50 gráður," segir í aðvörunarskilti frá Vatnajökulsþjóðgarði.


Tengdar fréttir

Baða sig í heitri lind í Holuhrauni

Skammt frá Svartá í Holuhrauni hefur myndast vatn sem fólk getur baðað sig í og hafa nokkrir landverðir og ferðamenn nú þegar prófað. Skálavörður í Dreka segir aðgengið að vatninu auðvelt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.