12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 20:43 Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár. Vísir/Valli Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira