Forsætisráðherra vonar að af viðbyggingu þinghússins verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“ Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði forsætisráðherra út í Hús íslenskra fræða og uppbyggingu við þinghúsið og Þingvelli í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þann 1. apríl síðastliðinn var á forsíðu Fréttablaðsins frétt þess efnis að til stæði að byggt verði við þinghúsið eftir gömlum teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Í tillögunni var einnig gert ráð fyrir því að lokið verði við að byggja yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að endingu að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum. Sú eldri brann til kaldra kola árið 2009. „Eftir að fréttin birtist á forsíðu Fréttablaðsins var haldinn fundur formanna og að loknum fundi var okkur tjáð að við ættum að bíða frekari fregna,“ sagði Katrín sem virtist örlítið þreytt á biðinni. Hún benti á að grunnur Húss íslenskra fræða, eða Hola íslenskra fræða líkt og hún er kölluð í daglegu tali, hefði staðið opin heillengi og tími væri kominn til að ákveða hvort þar skuli byggja eða fylla upp í holuna.Sjá einnig: Hér á nýbygging Alþingis að rísa „Við ættum að velta fyrir okkur stöðu íslensks mál þegar sérfræðingar vara okkur ítrekað við því að íslenskan gæti verið að renna okkur úr greipum. Holan minnir okkur á það hvernig við búum að málinu okkar,“ sagði Katrín. Hún spurði hvar málið stæði en samkvæmt því sem hún hefði heyrt þá væri það núna strand í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Katrín spurði einnig hvort Sigmundur Davíð hefði í hyggju að beita sér sérstaklega fyrir því að þessum málum yrði lokið. „Ég vil hvetja hæstvirtan forsætisráðherra til eiga frumkvæði að því að þetta mál verði tekip upp aftur svo þetta verði ekki að aprílgabbi.“ „Líkt og háttvirtur þingmaður þá er ég ekki heldur í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í upphafi svars síns og uppskar hlátrasköll úr þingsalnum. Hann sagði að málið hefði verið afgreitt úr ríkisstjórn og þar hefði verið gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldisins árið 2018. „Ég þakka hvatningu háttvirts þingmanns og mun gera mitt til að vinna að þessu,“ sagði Sigmundur. „En það er þannig með verkefni sem munu hafa kostnað í för með sér að þá vill maður fara hagkvæmustu leið sem hægt er að fara. Tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru skoðaðar gaumgæfilega. En það yrði öllum sómi af ef 100 ára afmæli fullveldisins yrði fagnað á þennan hátt og ég vona að sú verði raunin.“
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira