Hér á nýbygging Alþingis að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2015 22:00 Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi. Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi.
Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira