Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík Una Sighvatsdóttir skrifar 24. september 2015 18:30 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013 og vonast nú eftir að fá hæli á Íslandi. Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“ Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“
Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira