Ríkisstjórnin sökuð um óheilindi í loftslagsmálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. september 2015 19:55 Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni. Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni.
Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25