Ríkisstjórnin sökuð um óheilindi í loftslagsmálum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. september 2015 19:55 Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni. Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira
Forsætisráðherra lofar 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ríkisstjórn hans er á sama tíma að liðka fyrir og niðurgreiða uppbyggingu þriggja kísilvera sem til samans munu losa vel yfir milljón tonn af koltvísýringi. Landvernd sakar ríkisstjórnina um óheilindi í loftslagsmálum. Kísilverin þrjú, á Bakka við Húsavík og Thorsil og United Silicor í Helguvík þýða 20 prósenta aukningu miðað við losun Íslands í dag, en hún er nú um 4,5 milljónir tonna á ársgrundvelli.Við finnum leiðir til að ná markmiðinuLandvernd segir að þótt forsætisráðherra lýsi því yfir sæmilega metnaðarfullum samdráttarmarkmiðum á alþjóðavettvangi vinni hann á sama tíma heima fyrir að uppbyggingu mjög mengandi stóriðju. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir af og frá að þetta sé tvískinnungur. Hún fullyrðir að Íslendingar muni finna leiðir til að ná markmiðinu. Við séum öfunduð af heimsbyggðinni fyrir græna orku. Þá segist hún leggja á það mikla áherslu að hingað komi stóriðja sem sé umhverfisvæn, en það sé hægt að spara orku með því að takmarka flutninga, gróðursetja fleiri plöntur og draga úr losun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að þetta sé eins og að lýsa því yfir að maður stefni að því að skera niður sykurneyslu um fjörutíu prósent, en þó bara í morgunmatnum. Það sé hægt að bæta í hana í hádeginu.Trúi yfirlýsingu forsætisráðherra Snorri bendir á að þótt losun frá stóriðju sé hluti af öðru dæmi, það er viðskiptakerfi þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum til losunar, sé þetta sama andrúmsloftið og mengun frá stóriðju sé ekki síður hættuleg en aðrir mengunarvaldar. Snorri segist verða að trúa yfirlýsingu forsætisráðherra landsins á alþjóðavettvangi um fjörutíu prósenta samdrátt í losun fyrir 2030 sem sé algert lágmark, þótt orð hans hafi að hluta til verið dregin til baka af aðstoðarmanni hans sem hafi bent á að ESB og Noregur eigi eftir að semja um skiptinguna sín á milli. Það væri þó æskilegast að hann kæmi fram sjálfur og skýrði mál sitt en gerði ekki aðstoðarmann sinn út af örkinni.
Tengdar fréttir Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25