Innlent

Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag. vísir/pjetur
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun.

Í upphafi ræðu sinnar lagði hann áherslu á að stíga varlega til jarðar þegar talað er um þá fjármuni sem geta komið í hlut ríkisins vegna losunar gjaldeyrishafta. Ekki væri ráðlegt að gera ráð fyrir miklum peningum út af gjaldeyrishöftum þar sem ekkert væri fast í hendi enn.

Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi

Fjármálaráðherra lagði jafnframt áherslu á mikilvægi þess að ríkið greiði niður skuldir sínar. Bjarni sagði að umræðan um fjárlagafrumvarpið snerist gjarnan um velferðarmálin en forsenda þess að hægt væri að gera betur í velferðarmálum væri að greiða niður skuldir, „losna undan skuldafjallinu,“ eins og fjármálaráðherra orðaði það.

Mikilvægt væri til að mynda að selja ríkiseignir sem „duttu í fang ríkisins“ í kjölfar hrunsins 2008 svo greiða mætti niður skuldirnar.

Markmiðið væri að ná fram jöfnuði í vaxtagjöldum- og tekjum og að hreinar skuldir ríkisins verði engar. Sagði Bjarni raunhæft að ná því markmiði eftir 10 ár, árið 2025. Þannig væri ríkisstjórnin að horfa til langs tíma í þessum efnum en ýmsar breytur gætu þó haft áhrif á þá framtíðarsýn.


Tengdar fréttir

Bjarni fékk föðurlegt klapp á bakið frá framkvæmdastjóra OECD

Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar segir að góðar horfur í efnahagslífinu á Íslandi séu eftirtektaverðar. Helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir næstu misseri eru miklar launahækkanir og losun fjármagnshafta.

Jákvætt að það sé afgangur

Þingmenn stjórnarandstöðu-flokkanna eru sammála um að jákvætt sé að stefna á rúmlega fimmtán milljarða króna afgang á næsta ári, og að efnahagur landsins sé að rétta úr sér. Þeir sem færðu fórnir á hrunárunum séu þó ekki að njóta góðs af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×