Allt frá hefndarklámi til banns við pyntingum á forgangslista þingflokka Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sveinn Arnarsson skrifa 12. september 2015 07:00 Í upphafi þings gefst þingmönnum kostur á að setja ákveðin þingmannamál í forgang á dagskrá Alþingis í vetur. Þó er ekki fullvíst að málin hljóti endanlega afgreiðslu. vísir/pjetur Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar. Alþingi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira