Steineggin í Gleðivík orðin aðdráttarafl á Djúpavogi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2015 23:00 Óvenjulegt útilistaverk, sem kallast Eggin í Gleðivík, er að verða eitt helsta aðdráttarafl og einkennistákn Djúpavogs. Úr fjarlægð gætu ókunnugir kannski haldið að þetta væri leyfar af einskonar löndunarbúnaði við höfnina en þegar betur er að gáð sést að þetta eru egg, raunar steinegg, 34 talsins. Eggin eru utan alfaraleiðar, í útjaðri þorpsins, en engu að síður er orðspor þeirra farið að breiðast út því erlendir ferðamenn leita þau uppi til að skoða og ljósmynda. Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogs, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að þau séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs.Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson og var sett upp fyrir sex árum. Eggin segir Erla Dóra að séu jafnmörg varpfuglum í hreppnum. Einn fugl, lómurinn, fær þó heiðurinn að eiga stærsta eggið, með þeim rökum að hann sé einkennisfugl svæðisins. Eggin eru úr kínversku graníti en listamaðurinn, Sigurður, býr í Kína hluta úr ári ásamt hollenskri konu sinni, Ineke. Að sögn Erlu Dóru eiga þau jafnframt hús á Djúpavogi sem kallast Himnaríki. Eins og nafn listaverksins gefur til kynna heitir víkin Gleðivík og er norðan við aðalbyggðina á Djúpavogi. Þau standa ofan á stöplum sem upphaflega voru undirstöður fyrir löndunarleiðslu fyrir bræðsluna. Og svo býðst ferðamönnum að kaupa afsteypur, lítil steinegg í gjafaöskjum. Listamannshjónin Sigurður og Ineke hafa raunar einnig lífgað upp á bræðsluna gömlu með listahátíð undanfarin tvö sumur sem kallast Rúllandi snjóbolti. „Þannig er þetta þannig séð ekki í útjaðrinum lengur heldur einskonar listamiðja,“ segir Erla Dóra Vogler. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Óvenjulegt útilistaverk, sem kallast Eggin í Gleðivík, er að verða eitt helsta aðdráttarafl og einkennistákn Djúpavogs. Úr fjarlægð gætu ókunnugir kannski haldið að þetta væri leyfar af einskonar löndunarbúnaði við höfnina en þegar betur er að gáð sést að þetta eru egg, raunar steinegg, 34 talsins. Eggin eru utan alfaraleiðar, í útjaðri þorpsins, en engu að síður er orðspor þeirra farið að breiðast út því erlendir ferðamenn leita þau uppi til að skoða og ljósmynda. Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogs, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að þau séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Djúpavogs.Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Listaverkið er eftir Sigurð Guðmundsson og var sett upp fyrir sex árum. Eggin segir Erla Dóra að séu jafnmörg varpfuglum í hreppnum. Einn fugl, lómurinn, fær þó heiðurinn að eiga stærsta eggið, með þeim rökum að hann sé einkennisfugl svæðisins. Eggin eru úr kínversku graníti en listamaðurinn, Sigurður, býr í Kína hluta úr ári ásamt hollenskri konu sinni, Ineke. Að sögn Erlu Dóru eiga þau jafnframt hús á Djúpavogi sem kallast Himnaríki. Eins og nafn listaverksins gefur til kynna heitir víkin Gleðivík og er norðan við aðalbyggðina á Djúpavogi. Þau standa ofan á stöplum sem upphaflega voru undirstöður fyrir löndunarleiðslu fyrir bræðsluna. Og svo býðst ferðamönnum að kaupa afsteypur, lítil steinegg í gjafaöskjum. Listamannshjónin Sigurður og Ineke hafa raunar einnig lífgað upp á bræðsluna gömlu með listahátíð undanfarin tvö sumur sem kallast Rúllandi snjóbolti. „Þannig er þetta þannig séð ekki í útjaðrinum lengur heldur einskonar listamiðja,“ segir Erla Dóra Vogler.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira