Hafa fjórum sinnum bjargað ferðamönnum á viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 14:29 Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitarmönnum á Höfn í Hornafirði síðastliðna viku. Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13
Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07
Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44
Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03
Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15