Innlent

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir hollensku konunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Parið situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Parið situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. vísír/stefán
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hollenskri konu sem handtekin var við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í síðustu viku.

Konan er grunuð um að hafa reynt að smygla miklu magni af fíkniefnum til landsins ásamt hollenskum félaga sínum. Fíkniefni fundust í bíl þeirra við leit lögreglu á Seyðisfirði.

Maðurinn situr einnig í gæsluvarðhaldi. Bæði eru þau á Litla-Hrauni og verða þar að öllum líkindum þar til gæsluvarðhaldið yfir þeim rennur út á miðvikudaginn í næstu viku.


Tengdar fréttir

Slóðin að kólna í rannsókn á smygli

Urgur er innan lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að lögregla á Austurlandi fer með forræði rannsóknar á einu umfangsmesta fíkniefnasmygli síðustu ára. Sérfræðingur í rannsóknum fíkniefnamála segir mistök í upplýsingagj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×