Fagna tíu ára afmæli Ljóssins Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. september 2015 17:00 Erna Magnúsdóttir, stofnandi Ljóssins. Vísir/Anton „Við höldum tónleikana til þess að gleðjast saman og líka til þess að vekja athygli á því góða starfi sem fram fer í Ljósinu,“ segir Erna Magnúsdóttir stofnandi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og aðstandendur þeirra. Í kvöld fara fram afmælis- og styrktartónleikar í Háskólabíói í tilefni tíu ára afmæli Ljóssins. „Við erum líka að fagna því að við höfum náð því að verða tíu ára. Þetta hefur kostað mikla vinnu, við söfnum tugum milljóna á ári til þess að reka starfsemina,“ segir Erna en ríkið styrkir Ljósið um helming þess sem það kostar að reka það. Fyrir hinum helmingnum er safnað en um 1.000 manns nýttu sér starfsemi Ljóssins í fyrra. Þar fer fram öflugt endurhæfingarstarf, bæði andlegt og líkamlegt. Á tónleikunum koma fram fjölmargir listamenn sem gefa allir vinnu sína, meðal annars Jón Jónsson, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Ragnheiður Gröndal, Sigríður Thorlacius, Baggalútur, Lay Low, Glowie, Sigríður Eyrún og Jón Ólafsson en Sólmundur Hólm er kynnir. Þeir tveir síðastnefndu sömdu einnig Ljósalagið svokallaða sem verður frumflutt á tónleikunum. „Það var hinsta ósk Sigurðar Hallvarðssonar heitins fyrir Ljósið að það yrði samið Ljósalag,“ segir Erna en Sigurður lést í júlí í fyrra eftir baráttu við krabbamein. „Tveir vinir hans tóku það að sér. Jón samdi lagið og Sóli samdi textann. Lagið heitir Leitaðu í ljósið og verður frumflutt á tónleikunum. Karl Olgeirsson sá um að útsetja lagið og Sigga Eyrún syngur það ásamt skólakór Kársnesskóla,“ segir Erna. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 20. Miðasala fer fram á Ljosid.is og við inngang. „Við ákváðum að stilla miðaverði í hóf því við vitum að það er dýrt að veikjast en við viljum að allir geti komið og glaðst saman.“ Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
„Við höldum tónleikana til þess að gleðjast saman og líka til þess að vekja athygli á því góða starfi sem fram fer í Ljósinu,“ segir Erna Magnúsdóttir stofnandi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og aðstandendur þeirra. Í kvöld fara fram afmælis- og styrktartónleikar í Háskólabíói í tilefni tíu ára afmæli Ljóssins. „Við erum líka að fagna því að við höfum náð því að verða tíu ára. Þetta hefur kostað mikla vinnu, við söfnum tugum milljóna á ári til þess að reka starfsemina,“ segir Erna en ríkið styrkir Ljósið um helming þess sem það kostar að reka það. Fyrir hinum helmingnum er safnað en um 1.000 manns nýttu sér starfsemi Ljóssins í fyrra. Þar fer fram öflugt endurhæfingarstarf, bæði andlegt og líkamlegt. Á tónleikunum koma fram fjölmargir listamenn sem gefa allir vinnu sína, meðal annars Jón Jónsson, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Ragnheiður Gröndal, Sigríður Thorlacius, Baggalútur, Lay Low, Glowie, Sigríður Eyrún og Jón Ólafsson en Sólmundur Hólm er kynnir. Þeir tveir síðastnefndu sömdu einnig Ljósalagið svokallaða sem verður frumflutt á tónleikunum. „Það var hinsta ósk Sigurðar Hallvarðssonar heitins fyrir Ljósið að það yrði samið Ljósalag,“ segir Erna en Sigurður lést í júlí í fyrra eftir baráttu við krabbamein. „Tveir vinir hans tóku það að sér. Jón samdi lagið og Sóli samdi textann. Lagið heitir Leitaðu í ljósið og verður frumflutt á tónleikunum. Karl Olgeirsson sá um að útsetja lagið og Sigga Eyrún syngur það ásamt skólakór Kársnesskóla,“ segir Erna. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 20. Miðasala fer fram á Ljosid.is og við inngang. „Við ákváðum að stilla miðaverði í hóf því við vitum að það er dýrt að veikjast en við viljum að allir geti komið og glaðst saman.“
Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira