Vill að Ísland bregðist strax við flóttamannavanda: „Eftir hverju erum við að bíða?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 15:43 Katrín er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA „Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira