Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2015 10:27 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli „Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10