Ari Freyr: Gott að menn geti hlegið að krömpunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 20:30 Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Ari Freyr Skúlason verður að óbreyttu í vinstri bakverðinum gegn Hollandi á morgun. Okkar menn unnu 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. „Þetta verður allt annar leikur núna. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta heima. Það gekk allt upp hjá okkur. Það var kalt, þeir voru að spila í löngum buxum með hanska. sem virkaði vel fyrir okkur. Á morgun verður þetta allt annar leikur. Þeir munu koma eins og brjálæðingar út.“ Ari Freyr fór sextán ára utan til Heerenveen og var í um tvö ár. Hann segist skilja hollenskuna þokkalega og geta lesið það sem stendur í blöðunum. Hann tali samt bara nokkur orð. Honum líður vel í Amsterdam með félögum sínum. „Það er alltaf jafngaman að koma og hitta strákana, að vera saman í þennan tíma. Ég hef aldrei komið og upplifað leiðinlega stemningu.“Ari Freyr mundar sinn frábæra vinstri fót.Vísir/ErnirAri Freyr, sem spilar með OB Odensen, segir formið á sér gott. Hann hefur spilað alla leikina í dönsku deildinni og líkaminn sé þokkalegur. Hann fékk krampa undir lok leiksins gegn Tékkum sem var nokkuð kómískur. Lars sýndi blaðamönnum augnablikið á fundi á dögunum og notaði sem dæmi um hve mikið okkar menn leggja á sig. „Við erum að hlaupa eins og brjálæðingar og berjast. Það er það sem þarf til að vinna þessa leiki. Það var ekki skemmtilegur krampi og svo fékk ég aftur krampa í síðasta leik. Ég veit ekki hvað er í gangi en það er gott að einhverjir geti hlegið að þessu.“ Aðspurður hvað strákarnir geri sér til dundurs á milli æfinga og leikja. segir Ari suma spila, aðra horfa á kvikmyndir uppi á herbergi, sumir dundi sér í púttkeppni og svo sé líklega planið að fara í bíó í kvöld. Bara eitthvað til að hugsa ekki bara um fótbolta. En hver er bestur í púttinu? Á einhver séns í Gylfa Þór Sigurðsson sem er með 4,5 í forgjöf? „Gylfi er ekkert bestur. Ég er reyndar ekki með í þessu en ég held að hann sé ekki bestur,“ segir Ari og brosir í kampinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00