Eltingarleikur lögreglu við neyslu ungmenna sagður fyndinn ef hann væri ekki svona sorglegur Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 15:49 Helgi Hrafn segir tölur yfir haldlögð fíkniefni vandræðalegar, Grímur segir bannstefnan engu skila og Pétur reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Vísir greindi nú fyrir stundu frá svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, sem sneri meðal annars að því hversu mikið af fíkniefnum lögreglan hafi gert upptæk á tónlistarhátíðunum Secret Solstice, Sónar og Þjóðhátíð í Eyjum. Flest fíkniefnabrot komu upp á Sónarhátíðinni en fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Secret Solstice. Fyrirsögn fréttar Vísis er sú að um verulegt magn hafi verið að ræða, en þeir þrír sem Vísir ræddi við í leit að viðbrögðum telja það fráleita nálgun: Hér er um vandræðalega lítið magn að ræða, ekki síst ef miðað er við umfangsmiklar aðgerðirnar sem raunar má telja stórskaðlegar.Helgi Hrafn telur hina opinberu stefnu í vímuefnamálum einkennast af hræsni.Vandræðalegar tölur „Þessar tölur eru næstum því vandræðalegar. Allt þetta umstang og þessi víðtæka innrás í einkalíf fólks leiddi af sér að tveir sölumenn voru böstaðir á einni hátíðinni, enginn á hinum tveimur. Restin samanstendur af neyslubrotum. Tveir dílerar á þremur hátíðum, sem er minna en einn per hátíð að meðaltali,“ segir Helgi Hrafn spurður hvað hann lesi úr svari innanríkisráðherra. „Í allri umræðu um vímuefnamál keppa heilbrigðiskerfið og lögreglan hinsvegar við að hafna því að þau vilji refsa neytendum, en sú orðræða er einfaldlega ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Þetta er víst eltingarleikur við neytendur og hann skilar sannanlega litlum sem engum árangri. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að segja að hún targeti ekki neytendur þegar svona staðreyndir blasa við. Það er ekki trúverðugt.“ Píratar hafa barist gegn bann- og refsistefnu í fíknefnamálum og verður ekki betur séð en þessar upplýsingar séu fremur til að herða Helga Hrafn í þeirri afstöðu, en hitt.Grímur telur steríótýpískar aðgerðir lögreglunnar stórskaðlegar.Bannmennska og höft skila engu Grímur Atlason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segist persónulega á móti áfengi og fíkniefnum: „Þau hafa eyðilagt gríðarlega mikið í kringum um mig og er ég þar ekki undanskilinn. En bannmennska og höft hafa engu skilað öðru en svartamarkaði og glæpastarfsemi. Síðan eltir lögreglan steríótýpiskt með miklum tilkostnaði neytendur „ólöglegu“ efnanna á tónlistarhátíðum. Mér segir svo hugur ef lögreglan hefði mætt til Eyja í sumar með jafn marga hunda og menn per höfðatölu og hún gerði á Chillinu í sumar þá væru glæpamennirnir ekki 51 heldur taldir í þúsundum. Er þetta leiðin? Viljum við þetta? Nei er mitt svar. Við gætum allt eins handtekið 10000 manns hverja helgi fyrir lögbrotið ölvun á almanna færi. Afglæpavæðum þessa neyslu og gerum dílerana atvinnulausa. Forræðishyggjan skilar engu.“Pétur hefur hina mestu skömm á þessum aðgerðum.Fjöldi hunda og her lögreglumanna til að skrapa saman þetta lítilræði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og nú formaður Snarrótarinnar var að skoða svarið þegar Vísir hafði samband við hann. „Mér reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Til þess að skrapa saman þetta lítilræði þurfti her af lögreglumönnum og fjölda hunda,“ segir Pétur og heldur áfram: „Það sem vantar átakanlega í fyrirspurnina, og þar með svarið, er fjöldinn sem leitað var á, hvort sem eitthvað fannst eða fannst ekki. Þeir skipta örugglega hundruðum og þúsundum ef allir eru taldir sem hundarnir þefuðu af. Þetta væri afar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Svar ráðherra sýnir að fíkniefnaeftirlit á tónlistarhátíðum ungs fólks er fyrst og síðast kjarabót fyrir lögreglumenn.“ Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Vísir greindi nú fyrir stundu frá svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, sem sneri meðal annars að því hversu mikið af fíkniefnum lögreglan hafi gert upptæk á tónlistarhátíðunum Secret Solstice, Sónar og Þjóðhátíð í Eyjum. Flest fíkniefnabrot komu upp á Sónarhátíðinni en fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Secret Solstice. Fyrirsögn fréttar Vísis er sú að um verulegt magn hafi verið að ræða, en þeir þrír sem Vísir ræddi við í leit að viðbrögðum telja það fráleita nálgun: Hér er um vandræðalega lítið magn að ræða, ekki síst ef miðað er við umfangsmiklar aðgerðirnar sem raunar má telja stórskaðlegar.Helgi Hrafn telur hina opinberu stefnu í vímuefnamálum einkennast af hræsni.Vandræðalegar tölur „Þessar tölur eru næstum því vandræðalegar. Allt þetta umstang og þessi víðtæka innrás í einkalíf fólks leiddi af sér að tveir sölumenn voru böstaðir á einni hátíðinni, enginn á hinum tveimur. Restin samanstendur af neyslubrotum. Tveir dílerar á þremur hátíðum, sem er minna en einn per hátíð að meðaltali,“ segir Helgi Hrafn spurður hvað hann lesi úr svari innanríkisráðherra. „Í allri umræðu um vímuefnamál keppa heilbrigðiskerfið og lögreglan hinsvegar við að hafna því að þau vilji refsa neytendum, en sú orðræða er einfaldlega ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Þetta er víst eltingarleikur við neytendur og hann skilar sannanlega litlum sem engum árangri. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að segja að hún targeti ekki neytendur þegar svona staðreyndir blasa við. Það er ekki trúverðugt.“ Píratar hafa barist gegn bann- og refsistefnu í fíknefnamálum og verður ekki betur séð en þessar upplýsingar séu fremur til að herða Helga Hrafn í þeirri afstöðu, en hitt.Grímur telur steríótýpískar aðgerðir lögreglunnar stórskaðlegar.Bannmennska og höft skila engu Grímur Atlason tónleikahaldari og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves segist persónulega á móti áfengi og fíkniefnum: „Þau hafa eyðilagt gríðarlega mikið í kringum um mig og er ég þar ekki undanskilinn. En bannmennska og höft hafa engu skilað öðru en svartamarkaði og glæpastarfsemi. Síðan eltir lögreglan steríótýpiskt með miklum tilkostnaði neytendur „ólöglegu“ efnanna á tónlistarhátíðum. Mér segir svo hugur ef lögreglan hefði mætt til Eyja í sumar með jafn marga hunda og menn per höfðatölu og hún gerði á Chillinu í sumar þá væru glæpamennirnir ekki 51 heldur taldir í þúsundum. Er þetta leiðin? Viljum við þetta? Nei er mitt svar. Við gætum allt eins handtekið 10000 manns hverja helgi fyrir lögbrotið ölvun á almanna færi. Afglæpavæðum þessa neyslu og gerum dílerana atvinnulausa. Forræðishyggjan skilar engu.“Pétur hefur hina mestu skömm á þessum aðgerðum.Fjöldi hunda og her lögreglumanna til að skrapa saman þetta lítilræði Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og nú formaður Snarrótarinnar var að skoða svarið þegar Vísir hafði samband við hann. „Mér reiknast svo til að 82 einstaklingar hafi verið færðir á sakaskrá fyrir innan við 2 grömm að meðaltali. Til þess að skrapa saman þetta lítilræði þurfti her af lögreglumönnum og fjölda hunda,“ segir Pétur og heldur áfram: „Það sem vantar átakanlega í fyrirspurnina, og þar með svarið, er fjöldinn sem leitað var á, hvort sem eitthvað fannst eða fannst ekki. Þeir skipta örugglega hundruðum og þúsundum ef allir eru taldir sem hundarnir þefuðu af. Þetta væri afar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Svar ráðherra sýnir að fíkniefnaeftirlit á tónlistarhátíðum ungs fólks er fyrst og síðast kjarabót fyrir lögreglumenn.“
Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41