Faðir Aylan Kurdi: "Börnin mín voru fallegustu börn í heimi“ Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2015 18:32 Abdullah Kurdi missti eiginkonu sína og börn sín tvö eftir að bátnum hvolfdi. Vísir/AFP Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada. Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Faðir Aylan Kurdi, þriggja ára sýrlensks drengs sem drukknaði ásamt móður sinni og bróður við strendur Grikklands í gær, hefur lýst ferð fjölskyldunnar á flótta frá Sýrlandi fyrir blaðamanni BBC. Abdullah Kurdi, faðir Aylan, segir að fljótlega eftir að bátur þeirra sigldi frá ströndum Tyrklands í átt að grísku eynni Kos, hafi honum hvolft vegna mikils öldugangs og skipstjórinn synt í burtu. „Ég reyndi að bjarga börnum mínum og konu en vonin var engin. Þau dóu hvert á fætur öðru.“Holdgervingur ástandsinsFjölskyldan er ein þúsunda sýrlenskra fjölskyldna sem hafa lagt á flótta frá heimalandi sínu í von um betra líf. Þúsundir flóttamanna hafa látið lífið á leiðinni til Evrópu það sem af er ári. Myndir sem náðust af líki drengsins á strönd nærri Bodrum hafa sannarlega hreyft við heimsbyggðinni og hefur Aylan Kurdi orðið nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum.Fallegustu börn í heimi„Ég reyndi að stýra bátnum en önnur alda hvolfdi bátnum. Það var þá sem þetta gerðist,“ segir Kurdi. „Börnin mín voru fallegustu börn í heimi. Er til einhver í heiminum sem álítur ekki börn sín það verðmætasta í öllum heiminum? Börnin voru mögnuð. Þau vöktu mig á hverjum degi til að leika við mig. Hvað er fallegra en það? Allt er nú horfið. Nú myndi ég vilja sitja við gröf fjölskyldu minnar og syrgja,“ segir Abdullah í samtali við BBC.Líkunum flogið aftur til KobaneAylan, Galip, fimm ára bróðir Aylan, og móðir þeirra Rehan voru á meðal þeirra tólf Sýrlendinga sem fórust eftir að tveir bátar sigldu á leið frá Tyrklandi til Kos fyrr í vikunni. Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið fjóra menn vegna dauða fólksins, en um er að ræða sýrlenska ríkisborgara á aldrinum 30 til 41. Aylan og fjölskylda hans komu frá bænum Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Í frétt BBC segir að lík fólksins verði nú flogið til Istanbúl og þaðan til Suruc áður en þau verða loks flutt til Kobane. Kanadíski þingmaðurinn Fin Donnelly hefur greint frá því að hann hafði lagt fram beiðni fyrir frænku bræðranna Alyan og Galip, Teema Kurdi, um að fjölskyldan fengi hæli í Kanada. Beiðni hennar var hafnað af starfsmönnum innflytjendastofnunar Kanada.
Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Listamenn votta þriggja ára drengnum virðingu sína með áhrifamiklum myndum „Helvíti er okkar raunveruleiki.“ 3. september 2015 16:45