Þorsteinn Már: „Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2015 21:11 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mál Seðlabankans gegn fyrirtækinu hafa skaðað það mikið fjárhagslega. Hann segir það byggt á persónulegum illvilja Más Guðmundssonar í garð fyrirtækisins. En Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður sakamál á hendur Þorsteini og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins þar sem grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. „Í fyrsta lagi kemur mér í hug þakklæti til starfsmanna Samherja sem hafa staðið þétt saman í þessu máli og staðið við bakið á mér. Það er mér efst í huga fyrst,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það. Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja, af hálfu Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings bankans. Nú eftir 42 mánuði er loksins komin niðurstaða í þetta mál þar sem tilbúningi Seðlabankans er hafnað.“Þorsteinn Már Baldvinsson.Þorsteinn segir að um gríðarlegt tjón sé að ræða. Hann skoðar nú réttarstöðu sína. „Að sjálfsögðu mun ég fara yfir þetta mál. Auðvitað er þetta mál búið að skaða fyrirtækið gífurlega enda til þess stofnað til þess að skaða sem mest.“ Í lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk ekki fyrr en í vor rúmur þremur árum eftir að hún hófst. Í dag var svo Þorsteini Má og hinum sem höfðu réttarstöðu grunaðra í málinu tilkynnt að málið hefði verið fellt niður.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30 Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. 31. maí 2012 18:30
Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. 28. mars 2012 12:20
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04