Innlent

Landspítalinn fær 50 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Launakostnaður Landspítalans eykst milli ára.
Launakostnaður Landspítalans eykst milli ára. vísir/vilhelm
Gert er ráð fyrir að ríkissjóður muni greiða 50 milljarða króna vegna rekstur Landspítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er hækkun um 4,1 milljarð milli ára. Skýrist hækkunin fyrst og fremst af auknum launakostnaði sem mun hækka 4,2 milljörðum króna.

Sérstök 325 milljóna fjárheimild verður til að styrkja rekstarstöðu sjúkrahúsins vegna nýrra verkefna, m.a. þjálfun starfsfsólks vegna rekstur jáeindaskanna sem Íslensk erfðagreining hyggst gefa spítalanum. Aftur á móti fellur niður 414 milljón króna fjárheimild til endurnýjunar á tækjabúnaði á sjúkrahúsinu.

Þá verður 1,8 milljörðum varði til byggingu nýs Landspítala og byggingu sjúkrahótels.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×