Ekki ljóst hver ber ábyrgðina Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. ágúst 2015 19:39 Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð sem var þróuð í Háskólanum á Akureyri og hefur verið tekið upp í 80 skólum frá árinu 2005. Í nýrri greiningu Menntamálastofnunar sem gerð var í tengslum við undirbúning að aðgerðaáætlun um eflingu læsis kemur fram að í þeim skólum sem Byrjendalæsi hefur verið innleitt að nemendur hafa náð lakari árangri á samræmdum prófum heldur en áður en hún var tekin upp. Leskilningi hefur hrakað og einkunnir í íslensku á grunnskólastigi hafa beinlínis lækkað samkvæmt þessu. „Þetta mál auðvitað sýnir okkur það, þó að það sé að sjálfsögðu þannig að við getum ekki mælt allar aðferðir í grunnskólakerfinu okkar, að þegar það kemur að svona grundvallarfögum, til dæmis, eins og læsinu sem að við vitum að skiptir öllu máli að krakkarnir okkar nái tökum á. Þá held ég að við verðum að gera þá kröfu að menn hafi mjög sterkar vísbendingar um það að viðkomandi aðferðarfræði skili árangri áður en hún er innleidd í stóran hluta skólanna í okkar skólakerfi. Þegar menn spyrja svona og reyndar á þetta við um fleiri greinar eins og til dæmis stærðfræði, þá er kannski ekki mikið um svör – því miður. Illugi segir ekki ljóst hver beri ábyrgðina á því að þetta hafi verið innleitt en mikilvægt sé að koma í veg fyrir að slíkar aðferðir verði innleiddar aftur án þess að liggi fyrir gögn eða vísbendingar um að líklegt sé að aðferðin skili árangri. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sú einfalda framsetning sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar er gagnrýnd og henni mótmælt. Þar segir að árangur barna í 1.og 2. bekk grunnskóla sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis hafi verið umtalsverður. Samanburður undanfarinna ár sýni að börn nái betri árangri í lestri og börn sem hafi átt erfitt með að læra lesa hafi fækkað verulega. Aðferðin hafi verið í sífelldri þróun sem geri erfitt um mat að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð sem var þróuð í Háskólanum á Akureyri og hefur verið tekið upp í 80 skólum frá árinu 2005. Í nýrri greiningu Menntamálastofnunar sem gerð var í tengslum við undirbúning að aðgerðaáætlun um eflingu læsis kemur fram að í þeim skólum sem Byrjendalæsi hefur verið innleitt að nemendur hafa náð lakari árangri á samræmdum prófum heldur en áður en hún var tekin upp. Leskilningi hefur hrakað og einkunnir í íslensku á grunnskólastigi hafa beinlínis lækkað samkvæmt þessu. „Þetta mál auðvitað sýnir okkur það, þó að það sé að sjálfsögðu þannig að við getum ekki mælt allar aðferðir í grunnskólakerfinu okkar, að þegar það kemur að svona grundvallarfögum, til dæmis, eins og læsinu sem að við vitum að skiptir öllu máli að krakkarnir okkar nái tökum á. Þá held ég að við verðum að gera þá kröfu að menn hafi mjög sterkar vísbendingar um það að viðkomandi aðferðarfræði skili árangri áður en hún er innleidd í stóran hluta skólanna í okkar skólakerfi. Þegar menn spyrja svona og reyndar á þetta við um fleiri greinar eins og til dæmis stærðfræði, þá er kannski ekki mikið um svör – því miður. Illugi segir ekki ljóst hver beri ábyrgðina á því að þetta hafi verið innleitt en mikilvægt sé að koma í veg fyrir að slíkar aðferðir verði innleiddar aftur án þess að liggi fyrir gögn eða vísbendingar um að líklegt sé að aðferðin skili árangri. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sú einfalda framsetning sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar er gagnrýnd og henni mótmælt. Þar segir að árangur barna í 1.og 2. bekk grunnskóla sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis hafi verið umtalsverður. Samanburður undanfarinna ár sýni að börn nái betri árangri í lestri og börn sem hafi átt erfitt með að læra lesa hafi fækkað verulega. Aðferðin hafi verið í sífelldri þróun sem geri erfitt um mat að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira