Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2015 09:00 Kristján Björnsson „Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti. Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti.
Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira