Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 11:15 Skutlþjónusta Strætó ekur frá Kirkjusandi og upp að Hallgrímskirkju. Vísir/Andri Marinó Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur. Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Reikna má með því að tugir þúsunda ætli að skella sér í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og fagna afmæli höfuðborgarinnar. Ljóst er að ekki geta allir lagt einkabílnum á besta stað. Lögreglan verður á vaktinni en sekt vegna stöðubrota er komin upp í tíu þúsund krónur. Dýrt grín það. Ókeypis verður í Strætó á morgun en akstursáætlun verður að mestu eins og aðra laugardaga. Tímatöflur verða þær sömu. Vegna lokana í miðborginni munu vagnarnir aka gömlu Hringbrautina gengt BSÍ ásamt því að aka til og frá Hlemmi þar sem allar venjulegar leiðir sem aka um miðbæinn munu stöðva. Hefðbunda leiðarkerfið verður óvirkt klukkan 23 þegar megin áhersla verður lögð á að flytja gesti úr miðborginni og heim í hverfin sín. Síðustu ferðirnar verða eknar klukkan eitt eftir miðnætti. Nánari upplýsingar um leiðarkerfi Strætó á Menningarnótt má finna hér (PDF).Einar Bárðarson.Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir öllu máli skipta að allir komist heim. Hann er vongóður um góða mætingu á hátíðina í ár þrátt fyrir rigningarspá, en segir fjöldann ekki skipta öllu máli, meira máli skipti að allir komist heilir heim og skemmti sér vel. „Veðurspáin hefur nú aðeins verið að hrella okkur en ég á þó von á því að fólk skundi í miðborgina. Við búumst alltaf við mesta fjöldanum en erum ekki í talnakeppni. Það eru allir mælar búnir að bræða úr sér hvað varðar mætingu en það sem skiptir mestu er að allir komist heilir heim.“ Setningarathöfnin verður með sérstöku sniði í ár en hana setja ungt fólk sem á það sameiginlegt að hafa fæðst fyrstu menningarnóttina fyrir tuttugu árum. „Ég er svolítið spenntur að sjá andlit þeirra,“ segir Einar. Hann á von á að í kringum eitt hundrað þúsund manns muni mæta á fjölmennustu útihátíð landsins.Lokanir í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu á kortið til að sjá stærri útgáfu.Fáðu skutlStrætó verður með sérstaka skutluþjónustu á morgun fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar munu ganga frá klukkan 12 frá bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi með viðkomu á stoppustöðvum strætó í Borgartúni og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Leigubílar verða staðsettir við Hallgrímskirkju, Skúlagötu, BSÍ og á Túngötu við Landakotskirkju. Eftir klukkan 21 færast leigubílar við Skúlagötu yfir á Gömlu Hringbraut, við enda Njarðargötu.Nánar um götulokanir og enn stærra kort hér.Ferðaþjónusta fatlaðra verður á ferðinni á Menningarnótt.Ferðaþjónusta fatlaðraAksturþjónusta Ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnu sniði. Notendur eru beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara. Aðeins verður hægt að panta ferðir til og frá þremur stöðum:Bílastæðaplan við Tækniskólann á SkólavörðuholtiBílastæðaplan á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús ReykjavíkurBílastæðaplan vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags.Nánari upplýsingar á heimasíðu Menningarnætur.
Tengdar fréttir Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Milt veður á Menningarnótt Líkur eru þó á einhverri rigningu. 20. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent