Innlent

Sigríður Björk: Hvað ef líf og limir í húfi

Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan, en þar ræðir hún aðkomu sína að lekamálinu, nýja og breytta stefnu lögreglunnar í kynferðisbrotamálum og ýmislegt fleira.

Finnst þér að eigi að vopna lögregluna frekar?

„Lögreglan er með skotvopn. Við erum með sérsveit sem er alltaf á ferli með skotvopn. Öll lögreglulið eiga skotvopn og lögreglustjórar hafa vald til að vopna sitt fólk. Það er búið að opna þessar valdbeitingarreglur, fólk getur séð það þar,” útskýrir Sigríður en bætir við að auðvitað sé alltaf álitamál hvort eigi að senda vopnaða eða óvopnaða lögreglumenn út í útköll.

„Hvað ef þetta eru vopnuð útköll? Ef sérsveitin kemst ekki eða er upptekin við annað og það eru líf og limir í húfi? Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og þetta er í skoðun. Þá er ég að tala um innan núgildandi vopnareglna. Þetta er allt heimilt en við höfum ekki nýtt þessa hiemild,” segir hún.

„Ég vopnaði að vísu nokkru sinnum á Suðurnesjum. Þegar ég kom þangað voru lögreglumenn vopnaðir á flugvellinum, búnir að vera lengi og við breyttum því, afvopnuðum þá. En það var hægt að vopna þegar á þurfti að halda.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×