Ekki hægt að skrifa fylgishrunið á Guðmund Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 10:30 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins. Skýringanna sé fremur að leita í tengingu Bjartrar framtíðar við hefðbundna flokka og auknar vinsældir róttækra flokka hér á landi sem og víða annars staðar í Evrópu. Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum árið 2013 en stuðningur við flokkinn er að þurrkast út ef marka má skoðanakannanir. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist mest 17,5 prósent í lok mars í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var komið niður í 13,3 prósent hinn 28. febrúar á þessu ári og hefur síðan farið stöðugt lækkandi og fór undir 5 prósent í lok síðasta mánaðar. Fái flokkurinn þetta fylgi í næstu kosningum nær hann engum manni inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar hefur skrifað vanda flokksins á formanninn Guðmund Steingrímsson en í viðtali við Kjarnann 4. ágúst sagði hún orðrétt: „Vandinn er ekki tilkominn vegna þess að kjósendur skilja ekki flokkinn heldur er hann vandi formannsins og þeirra sem starfa í Bjartri framtíð.“ Guðmundur hefur ákveðið að hætta sem formaður Bjartrar framtíðar og verður nýr formaður kjörinn á ársfundi flokksins 5. september.Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði.365/ÞÞBaldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að hægt sé að skrifa fylgishrunið á formanninn og nefnir hann aðallega fimm ástæður fyrir fylgistapinu. „Í fyrsta lagi þá sýna flestallar erlendar og innlendar rannsóknir að fylgi flokka fer miklu frekar eftir stefnu þeirra heldur en leiðtogum. Í öðru lagi finnst mér að formaður Bjartrar framtíðar hafi ekki verið mikið gagnrýndur í samfélagsumræðunni. Formenn annarra stjórnmálaflokka eins og formenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa verið mun meira gagnrýndir en hann þannig að ekki er því um að kenna,“ segir Baldur. Baldur nefnir í þriðja lagi þá staðreynd að formaður flokksins hefur verið sýnilegur og fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri. Í fjórða lagi nefnir hann stjórnmálaþróun í nágrannaríkjum og annars staðar í Evrópu. „Þessir flokkar á miðjunni eiga ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Kjósendur sem eru óákveðnir virðast vera að færast út á jaðrana, annað hvort til hægri eða vinstri, róttækari flokka sem boða meiri breytingar á samfélaginu heldur en þessir miðjuflokkar bjóða upp á. Þetta held ég að skýri að þónokkru leyti erfiða stöðu íslenskra miðjuflokka. Í fimmta og síðasta lagi þá er Björt framtíð ekkert annað en enn eitt klofningsframboðið til vinstri í íslenskum stjórnmálum og þau hafa aldrei verið langlíf.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26 Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Heiða Kristín tekur sæti Bjartar á þingi Hefur ekki gert upp hug sinn varðandi formannsframboð 22. ágúst 2015 12:26
Margir velta fyrir sér formannsstöðu „Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu. 24. ágúst 2015 07:00