„Þarf barn í alvörunni að veikjast til að lögreglan taki þetta alvarlega?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. ágúst 2015 16:13 Köttur Theodoru, Morgann, drapst í ágúst og telur eigandinn fullljóst að eitrað hafi verið fyrir honum. Mynd/Theodora Kattaeigendur í Hveragerði eru ósáttir við lögreglu og rannsókn á dularfullum kattadauðum í Hveragerði nú í ágúst. Ein þeirra segist finna fyrir áhugaleysi og telur að málið sé ekki litið alvarlegum augum. „Maður fær engin svör og svo hefur lögreglan verið með rangar fullyrðingar í fréttum, aðstoðaryfirlögregluþjónninn sagði á Stöð 2 að lausaganga katta væri bönnuð sem er alls ekki rétt.Theodora á tvö börn, eitt ungabarn og annan fjögurra ára dreng sem hún óttast að hleypa út í garð í leik.Vísir/TheodoraEiginlega eins og hann væri að kenna okkur um að kettirnir okkar væru dauðir. En það er náttúrulega aldrei réttlætanlegt að drepa dýr. Ekki á þennan máta,“ segir Theodora Ponzi en köttur hennar er einn þeirra sem talið er að hafi verið eitrað fyrir.Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mánuðinum sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að kettir ættu ekki að vera lausir úti á víðavangi. Hins vegar kemur hvergi fram í samþykktum bæjarins að lausaganga katta sé bönnuð. „Það fannst fiskur við húsið okkar sem var blár. Það dóu fimm kettir þessa helgi úr nákvæmlega sömu einkennum. Dýralæknir sagði við okkur að einkennin væru í samræmi við frostlögseitrun. Það veiktust hundar og það var svo furðulegt að það hvarf allt fuglalíf í bænum. Það er vanalega mikið af mávum hérna í bænum en það heyrðist ekki fuglasöngur alla helgina.“ Hún telur það fyllilega ljóst að eitrað hafi verið fyrir köttunum þrátt fyrir að lögreglan segist ekkert geta staðfest. Talið er að fisknum bláa hafi verið dýft í frostlög.Eitraður matur í görðum bæjarbúa Theodora segir málið grafalvarlegt burtséð frá því hvað fólki finnst almennt um lausagöngu katta. „Það er verið að setja eitraðan mat í garðana okkar. Þetta er ekkert lítilvægt mál. Ég er með ungabarn og fjögurra ára gutta og þar sem þetta fannst í garðinum okkar þá er maður óöruggur með að hleypa krökkum út að leika. Síðasta fimmtudag var komið fyrir rottueitri í garðinum hjá manninum á móti okkur, hann er með innikött sem fær að fara út í garð.Kötturinn Pútín er einn þeirra katta sem drapst í ágúst við grunsamlegar kringumstæður. Eigandi hans, Aðalsteinn Magnússon, sagðist vera sár og reiður í samtali við Vísi.mynd/aðalsteinnHann sá að kötturinn var að borða eitthvað í garðinum og þegar hann kom inn hætti hann að anda, það lak vökvi út úr bringunni og eyrunum á honum sem eru einkenni rottueiturseitrunar. Þessi maður hafði lesið umræðuna sem hefur verið í gangi og náði að gefa kettinum matarsóda og mjólk og gat komið upp á dýraspítala þannig að það náðist að bjarga honum.“Skelfileg tilhugsun að barn geti veikst Hún segir það ömurlegt hversu lítil svör hún fái frá lögreglu um gang mála. „Þarf barn í alvörunni að veikjast til að lögreglan taki þetta alvarlega? Mér finnst það alveg svakaleg tilhugsun sjálfri. Vill fólk hugsa tilbaka eftir að barn hefur veikst og sjá þá að kannski hefðu þeir átt að hlusta?“ Theodora hringdi sjálf upp í Matvælastofnun sem fer með rannsóknina ásamt lögreglu og þar fékk hún þær upplýsingar að aðeins um hálfa teskeið af frostlegi þyrfti til að drepa kött og gera barn alvarlega veikt. Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Hafi verið eitrað fyrir dýrunum telst það brot á dýraverndunarlögum. 10. ágúst 2015 11:26 „Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Í götunni Laufskógum í Hveragerði hafa undanfarna daga kettir dáið á dularfullan hátt og hundar hafa veikst. 10. ágúst 2015 20:38 Ekkert bólar á niðurstöðum í dularfulla kattamálinu í Hveragerði Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði en engar útskýringar hafa fengist enn. 24. ágúst 2015 13:46 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Kattaeigendur í Hveragerði eru ósáttir við lögreglu og rannsókn á dularfullum kattadauðum í Hveragerði nú í ágúst. Ein þeirra segist finna fyrir áhugaleysi og telur að málið sé ekki litið alvarlegum augum. „Maður fær engin svör og svo hefur lögreglan verið með rangar fullyrðingar í fréttum, aðstoðaryfirlögregluþjónninn sagði á Stöð 2 að lausaganga katta væri bönnuð sem er alls ekki rétt.Theodora á tvö börn, eitt ungabarn og annan fjögurra ára dreng sem hún óttast að hleypa út í garð í leik.Vísir/TheodoraEiginlega eins og hann væri að kenna okkur um að kettirnir okkar væru dauðir. En það er náttúrulega aldrei réttlætanlegt að drepa dýr. Ekki á þennan máta,“ segir Theodora Ponzi en köttur hennar er einn þeirra sem talið er að hafi verið eitrað fyrir.Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mánuðinum sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að kettir ættu ekki að vera lausir úti á víðavangi. Hins vegar kemur hvergi fram í samþykktum bæjarins að lausaganga katta sé bönnuð. „Það fannst fiskur við húsið okkar sem var blár. Það dóu fimm kettir þessa helgi úr nákvæmlega sömu einkennum. Dýralæknir sagði við okkur að einkennin væru í samræmi við frostlögseitrun. Það veiktust hundar og það var svo furðulegt að það hvarf allt fuglalíf í bænum. Það er vanalega mikið af mávum hérna í bænum en það heyrðist ekki fuglasöngur alla helgina.“ Hún telur það fyllilega ljóst að eitrað hafi verið fyrir köttunum þrátt fyrir að lögreglan segist ekkert geta staðfest. Talið er að fisknum bláa hafi verið dýft í frostlög.Eitraður matur í görðum bæjarbúa Theodora segir málið grafalvarlegt burtséð frá því hvað fólki finnst almennt um lausagöngu katta. „Það er verið að setja eitraðan mat í garðana okkar. Þetta er ekkert lítilvægt mál. Ég er með ungabarn og fjögurra ára gutta og þar sem þetta fannst í garðinum okkar þá er maður óöruggur með að hleypa krökkum út að leika. Síðasta fimmtudag var komið fyrir rottueitri í garðinum hjá manninum á móti okkur, hann er með innikött sem fær að fara út í garð.Kötturinn Pútín er einn þeirra katta sem drapst í ágúst við grunsamlegar kringumstæður. Eigandi hans, Aðalsteinn Magnússon, sagðist vera sár og reiður í samtali við Vísi.mynd/aðalsteinnHann sá að kötturinn var að borða eitthvað í garðinum og þegar hann kom inn hætti hann að anda, það lak vökvi út úr bringunni og eyrunum á honum sem eru einkenni rottueiturseitrunar. Þessi maður hafði lesið umræðuna sem hefur verið í gangi og náði að gefa kettinum matarsóda og mjólk og gat komið upp á dýraspítala þannig að það náðist að bjarga honum.“Skelfileg tilhugsun að barn geti veikst Hún segir það ömurlegt hversu lítil svör hún fái frá lögreglu um gang mála. „Þarf barn í alvörunni að veikjast til að lögreglan taki þetta alvarlega? Mér finnst það alveg svakaleg tilhugsun sjálfri. Vill fólk hugsa tilbaka eftir að barn hefur veikst og sjá þá að kannski hefðu þeir átt að hlusta?“ Theodora hringdi sjálf upp í Matvælastofnun sem fer með rannsóknina ásamt lögreglu og þar fékk hún þær upplýsingar að aðeins um hálfa teskeið af frostlegi þyrfti til að drepa kött og gera barn alvarlega veikt.
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Hafi verið eitrað fyrir dýrunum telst það brot á dýraverndunarlögum. 10. ágúst 2015 11:26 „Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Í götunni Laufskógum í Hveragerði hafa undanfarna daga kettir dáið á dularfullan hátt og hundar hafa veikst. 10. ágúst 2015 20:38 Ekkert bólar á niðurstöðum í dularfulla kattamálinu í Hveragerði Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði en engar útskýringar hafa fengist enn. 24. ágúst 2015 13:46 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Hafi verið eitrað fyrir dýrunum telst það brot á dýraverndunarlögum. 10. ágúst 2015 11:26
„Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Í götunni Laufskógum í Hveragerði hafa undanfarna daga kettir dáið á dularfullan hátt og hundar hafa veikst. 10. ágúst 2015 20:38
Ekkert bólar á niðurstöðum í dularfulla kattamálinu í Hveragerði Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði en engar útskýringar hafa fengist enn. 24. ágúst 2015 13:46