Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 11:26 Lögregla hefur fengið tilkynningar um þrjá kattadauða en heimildir Vísis herma að allt að sex hafi drepist á síðustu dögum. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira