Árásarmaðurinn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2015 19:17 Flanagan tók upp árás sína og birti myndbandið á samfélagsmiðlum. Vísir/AFP Vester Flanagan var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í dag, eftir að hann skaut sig, umkringdur af lögreglumönnum. Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi fylgst með útsendingunni. Um er að ræða fréttakonuna Alison Parker og myndatökumanninn Adam Ward hjá WDBJ-TV sem létu lífið og viðmælandi þeirra særðist í árásinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist lögreglan ekki vita hvert tilefni árásarinnar var, en Flanagan vann áður hjá sömu fréttastofu. Hann hafði áður kvartað yfir kynþáttafordómum á vinnustaðnum. Forsvarsmenn fréttastofunnar segja að hann hafi verið erfiður í umgengni og því hefði honum verið sagt upp.Sagði Charlston árásina vera kveikjuna Á vef ABC News er sagt frá því að maður sem sagðist vera Flanagan hafi hringt í fréttastofuna nokkrum sinnum á síðustu vikum. Hann sagðist vilja bjóða þeim fréttaskot og faxa til þeirra upplýsingar. Þegar starfsmenn fréttastofunnar mættu til vinnu í morgun, var 23 blaðsíðna skjal í faxtækinu. Skömmu seinna hringdi hann og sagðist hafa skotið tvær manneskjur. Hann sagði að lögreglan væri á eftir honum og skellti á. Hann kallar þetta skjal sjálfsmorðsbréf til vina og fjölskyldu. Þar skrifar hann að hann hafi orðið fyrir einelti, fordómum og kynferðislegu áreiti í vinnunni þegar hann starfaði hjá WDBJ-TV. Að honum hefði verið mismunað fyrir að vera svartur og samkynhneigður. „Þetta hljómar eins og ég sé reiður...Ég er það og ég hef rétt á því. En þegar ég yfirgef þessa jörð, er friður eina tilfinningin sem ég vil finna.“ Þar að auki segist hann hafa ákveðið að skjóta Parker og Ward vegna fjöldamorðsins í kirkjunni í Charlston. Hann skrifaði að Jehóva hefði talað við sig og sagt sér að bregðast við. Seinna í skjalinu hyllti hann Seung Hui Cho, sem framdi fjöldamorð í Virginia Tech skólanum, sagðist líta upp til nemendanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum. „Skotárásin í kirkjunni var kornið sem fyllti mælinn, en reiði mín hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt. Ég hef verið mennsk púðurtunna um nokkurt skeið og hef einungis beðið eftir því að springa.“Unnu bæði með mökum sínum Alison Parker hafði nýverið byrjað að búa með kærasta sínum og samstarfsmanni, Chris Hurst. Hún var 24 ára gömul. Adam Ward var 27 ára gamall. Fyrr um morguninn hafði hann verið að fagna með samstarfsmönnum sínum og unnustu, sem var að vinna sinn síðasta dag þar. We didn't share this publicly, but @AParkerWDBJ7 and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. pic.twitter.com/tUrHVwAXcN— Chris Hurst (@chrishurstwdbj) August 26, 2015 Statement from @AParkerWDBJ7's father: pic.twitter.com/D3Ttc9C1ig— Gio Benitez (@GioBenitez) August 26, 2015 Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vester Flanagan var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í dag, eftir að hann skaut sig, umkringdur af lögreglumönnum. Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi fylgst með útsendingunni. Um er að ræða fréttakonuna Alison Parker og myndatökumanninn Adam Ward hjá WDBJ-TV sem létu lífið og viðmælandi þeirra særðist í árásinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist lögreglan ekki vita hvert tilefni árásarinnar var, en Flanagan vann áður hjá sömu fréttastofu. Hann hafði áður kvartað yfir kynþáttafordómum á vinnustaðnum. Forsvarsmenn fréttastofunnar segja að hann hafi verið erfiður í umgengni og því hefði honum verið sagt upp.Sagði Charlston árásina vera kveikjuna Á vef ABC News er sagt frá því að maður sem sagðist vera Flanagan hafi hringt í fréttastofuna nokkrum sinnum á síðustu vikum. Hann sagðist vilja bjóða þeim fréttaskot og faxa til þeirra upplýsingar. Þegar starfsmenn fréttastofunnar mættu til vinnu í morgun, var 23 blaðsíðna skjal í faxtækinu. Skömmu seinna hringdi hann og sagðist hafa skotið tvær manneskjur. Hann sagði að lögreglan væri á eftir honum og skellti á. Hann kallar þetta skjal sjálfsmorðsbréf til vina og fjölskyldu. Þar skrifar hann að hann hafi orðið fyrir einelti, fordómum og kynferðislegu áreiti í vinnunni þegar hann starfaði hjá WDBJ-TV. Að honum hefði verið mismunað fyrir að vera svartur og samkynhneigður. „Þetta hljómar eins og ég sé reiður...Ég er það og ég hef rétt á því. En þegar ég yfirgef þessa jörð, er friður eina tilfinningin sem ég vil finna.“ Þar að auki segist hann hafa ákveðið að skjóta Parker og Ward vegna fjöldamorðsins í kirkjunni í Charlston. Hann skrifaði að Jehóva hefði talað við sig og sagt sér að bregðast við. Seinna í skjalinu hyllti hann Seung Hui Cho, sem framdi fjöldamorð í Virginia Tech skólanum, sagðist líta upp til nemendanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum. „Skotárásin í kirkjunni var kornið sem fyllti mælinn, en reiði mín hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt. Ég hef verið mennsk púðurtunna um nokkurt skeið og hef einungis beðið eftir því að springa.“Unnu bæði með mökum sínum Alison Parker hafði nýverið byrjað að búa með kærasta sínum og samstarfsmanni, Chris Hurst. Hún var 24 ára gömul. Adam Ward var 27 ára gamall. Fyrr um morguninn hafði hann verið að fagna með samstarfsmönnum sínum og unnustu, sem var að vinna sinn síðasta dag þar. We didn't share this publicly, but @AParkerWDBJ7 and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. pic.twitter.com/tUrHVwAXcN— Chris Hurst (@chrishurstwdbj) August 26, 2015 Statement from @AParkerWDBJ7's father: pic.twitter.com/D3Ttc9C1ig— Gio Benitez (@GioBenitez) August 26, 2015
Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53
Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18