Árásarmaðurinn er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2015 19:17 Flanagan tók upp árás sína og birti myndbandið á samfélagsmiðlum. Vísir/AFP Vester Flanagan var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í dag, eftir að hann skaut sig, umkringdur af lögreglumönnum. Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi fylgst með útsendingunni. Um er að ræða fréttakonuna Alison Parker og myndatökumanninn Adam Ward hjá WDBJ-TV sem létu lífið og viðmælandi þeirra særðist í árásinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist lögreglan ekki vita hvert tilefni árásarinnar var, en Flanagan vann áður hjá sömu fréttastofu. Hann hafði áður kvartað yfir kynþáttafordómum á vinnustaðnum. Forsvarsmenn fréttastofunnar segja að hann hafi verið erfiður í umgengni og því hefði honum verið sagt upp.Sagði Charlston árásina vera kveikjuna Á vef ABC News er sagt frá því að maður sem sagðist vera Flanagan hafi hringt í fréttastofuna nokkrum sinnum á síðustu vikum. Hann sagðist vilja bjóða þeim fréttaskot og faxa til þeirra upplýsingar. Þegar starfsmenn fréttastofunnar mættu til vinnu í morgun, var 23 blaðsíðna skjal í faxtækinu. Skömmu seinna hringdi hann og sagðist hafa skotið tvær manneskjur. Hann sagði að lögreglan væri á eftir honum og skellti á. Hann kallar þetta skjal sjálfsmorðsbréf til vina og fjölskyldu. Þar skrifar hann að hann hafi orðið fyrir einelti, fordómum og kynferðislegu áreiti í vinnunni þegar hann starfaði hjá WDBJ-TV. Að honum hefði verið mismunað fyrir að vera svartur og samkynhneigður. „Þetta hljómar eins og ég sé reiður...Ég er það og ég hef rétt á því. En þegar ég yfirgef þessa jörð, er friður eina tilfinningin sem ég vil finna.“ Þar að auki segist hann hafa ákveðið að skjóta Parker og Ward vegna fjöldamorðsins í kirkjunni í Charlston. Hann skrifaði að Jehóva hefði talað við sig og sagt sér að bregðast við. Seinna í skjalinu hyllti hann Seung Hui Cho, sem framdi fjöldamorð í Virginia Tech skólanum, sagðist líta upp til nemendanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum. „Skotárásin í kirkjunni var kornið sem fyllti mælinn, en reiði mín hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt. Ég hef verið mennsk púðurtunna um nokkurt skeið og hef einungis beðið eftir því að springa.“Unnu bæði með mökum sínum Alison Parker hafði nýverið byrjað að búa með kærasta sínum og samstarfsmanni, Chris Hurst. Hún var 24 ára gömul. Adam Ward var 27 ára gamall. Fyrr um morguninn hafði hann verið að fagna með samstarfsmönnum sínum og unnustu, sem var að vinna sinn síðasta dag þar. We didn't share this publicly, but @AParkerWDBJ7 and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. pic.twitter.com/tUrHVwAXcN— Chris Hurst (@chrishurstwdbj) August 26, 2015 Statement from @AParkerWDBJ7's father: pic.twitter.com/D3Ttc9C1ig— Gio Benitez (@GioBenitez) August 26, 2015 Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Vester Flanagan var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í dag, eftir að hann skaut sig, umkringdur af lögreglumönnum. Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun. Áætlað er að um 40 þúsund manns hafi fylgst með útsendingunni. Um er að ræða fréttakonuna Alison Parker og myndatökumanninn Adam Ward hjá WDBJ-TV sem létu lífið og viðmælandi þeirra særðist í árásinni. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist lögreglan ekki vita hvert tilefni árásarinnar var, en Flanagan vann áður hjá sömu fréttastofu. Hann hafði áður kvartað yfir kynþáttafordómum á vinnustaðnum. Forsvarsmenn fréttastofunnar segja að hann hafi verið erfiður í umgengni og því hefði honum verið sagt upp.Sagði Charlston árásina vera kveikjuna Á vef ABC News er sagt frá því að maður sem sagðist vera Flanagan hafi hringt í fréttastofuna nokkrum sinnum á síðustu vikum. Hann sagðist vilja bjóða þeim fréttaskot og faxa til þeirra upplýsingar. Þegar starfsmenn fréttastofunnar mættu til vinnu í morgun, var 23 blaðsíðna skjal í faxtækinu. Skömmu seinna hringdi hann og sagðist hafa skotið tvær manneskjur. Hann sagði að lögreglan væri á eftir honum og skellti á. Hann kallar þetta skjal sjálfsmorðsbréf til vina og fjölskyldu. Þar skrifar hann að hann hafi orðið fyrir einelti, fordómum og kynferðislegu áreiti í vinnunni þegar hann starfaði hjá WDBJ-TV. Að honum hefði verið mismunað fyrir að vera svartur og samkynhneigður. „Þetta hljómar eins og ég sé reiður...Ég er það og ég hef rétt á því. En þegar ég yfirgef þessa jörð, er friður eina tilfinningin sem ég vil finna.“ Þar að auki segist hann hafa ákveðið að skjóta Parker og Ward vegna fjöldamorðsins í kirkjunni í Charlston. Hann skrifaði að Jehóva hefði talað við sig og sagt sér að bregðast við. Seinna í skjalinu hyllti hann Seung Hui Cho, sem framdi fjöldamorð í Virginia Tech skólanum, sagðist líta upp til nemendanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í Columbine skólanum. „Skotárásin í kirkjunni var kornið sem fyllti mælinn, en reiði mín hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt. Ég hef verið mennsk púðurtunna um nokkurt skeið og hef einungis beðið eftir því að springa.“Unnu bæði með mökum sínum Alison Parker hafði nýverið byrjað að búa með kærasta sínum og samstarfsmanni, Chris Hurst. Hún var 24 ára gömul. Adam Ward var 27 ára gamall. Fyrr um morguninn hafði hann verið að fagna með samstarfsmönnum sínum og unnustu, sem var að vinna sinn síðasta dag þar. We didn't share this publicly, but @AParkerWDBJ7 and I were very much in love. We just moved in together. I am numb. pic.twitter.com/tUrHVwAXcN— Chris Hurst (@chrishurstwdbj) August 26, 2015 Statement from @AParkerWDBJ7's father: pic.twitter.com/D3Ttc9C1ig— Gio Benitez (@GioBenitez) August 26, 2015
Tengdar fréttir Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53 Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig Talsmaður lögreglu segir að Vester Lee Flanagan sé enn á lífi en í alvarlega særður. 26. ágúst 2015 15:53
Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Fréttamaður og myndatökumaður voru skotin til bana í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ í bænum Moneta í Virginíu-ríki fyrr í dag. 26. ágúst 2015 13:18