Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Valur 2-2 | Almarr tryggði KR-ingum stig Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. ágúst 2015 00:01 Valsmenn fagna í kvöld. vísir/stefán Valsmenn gengu langt með að gera út um titilbaráttu KR í 2-2 jafntefli á Alvogen-vellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Tókst KR-ingum ekki að leggja Valsmenn að velli í þremur tilraunum í sumar en þeim tókst loksins að skora framhjá Ingvari Þór Kale í þriðju tilraun. Það var töluverð pressa á KR-ingum fyrir leikinn en allt annað en þrjú stig þýddu að KR-ingar gætu kvatt titilbaráttuna í ár. Liðið var fimm stigum á eftir FH á toppi Pepsi-deildarinnar þegar fimm umferðir voru eftir. Liðin höfðu mæst tvisvar í ár og í báðum leikjum vann Valur sannfærandi sigur án þess að fá á sig mark, síðast í bikarúrslitaleiknum fyrir tveimur vikum. Hefur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, haft gott tak á KR undanfarinn áratug en síðasta tap hans gegn KR kom um miðbik sumarsins 2003. Valsmenn fengu sannkallaða draumabyrjun í dag en Kristinn Ingi Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 35 sekúndur. Skallaði hann þá fyrirgjöf Mathias Schlie í netið af stuttu færi en spurning var hvort Stefán Logi Magnússon í marki KR hefði átt að gera betur. Þá var hægt að setja stórt spurningarmerki við varnarleik KR í markinu en það var enginn varnarmaður nálægt Kristni þegar fyrirgjöfin kom inn í. Valsmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og kom jöfnunarmark KR því eiginlega þvert gegn gangi leiksins. Skallaði þá Kristinn Freyr Sigurðsson boltann í eigið net eftir aukaspyrnu Jacob Schoop. Eftir það var meira jafnræði í leiknum en Valsmenn fengu betri færin í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að bæta við marki og fóru liðin því inn í hálfleik í stöðunni 0-0.Vísir/StefánValsmenn komust aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks en markið var keimlíkt fyrsta marki leiksins. Aftur kom fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Sigurður Egill Lárusson var aleinn á auðum sjó og skoraði hann með glæsilegu skoti. Tók hann boltann viðstöðulaust með ristinni á lofti og skaut föstu skoti í fjærhornið. KR-ingar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir það og fengu Hólmbert Aron Friðjónsson og Jacob Schoop báðir frábær færi til að jafna stuttu fyrir leikslok. Schoop fékk dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma þegar Óskar Örn skallaði boltann aftur inn í teig á danska miðjumaður en hann skallaði yfir af marklínunni. Stuttu síðar fékk Aron Bjarki Jósepsson, leikmaður KR sitt seinna gula spjald og virtust Valsmenn ætla að taka stigin þrjú þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KR í uppbótartíma. Skallaði hann boltann í netið af löngu færi og gaf KR lífslínu fyrir síðustu mínútur leiksins.Sören reynir hér að sækja á vörn Valsmanna.Vísir/StefánLengra komust KR-ingar ekki þrátt fyrir ágætis tilraunir en Valsmenn voru hársbreidd frá því að stela stigunum þremur á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir darraðadans á marklínu KR-inga. Flautaði Garðar Örn Hinriksson, góður dómari leiksins, stuttu síðar til leiksloka og skiptu liðin því með sér stigi. Það verður erfitt úr þessu fyrir KR að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum en KR-ingar hafa aðeins unnið tvo leiki af síðustu sex og eru fyrir vikið sjö stigum á eftir FH. Hefur sóknarleikur liðsins verið slakur eftir sigurinn á FH og var ekki hægt að sjá á leikmönnum liðsins í dag að um væri að ræða úrslitaleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn hljóta að vera svekktir með að fá aðeins eitt stig úr því sem komið var en þeir virtust ætla að innbyrða verðskuldaðan sigur fram að jöfnunarmarki Almarrs. Valur er áfram sex stigum á eftir KR og heldur tveggja stiga forskoti á Fjölni í 4. sæti Pepsi-deildarinnar. Bjarni: Lítið velt mér upp úr minni stöðu hjá félaginu„Eitt stig hjálpar ekki í titilbaráttunni, við þurftum þrjú stig í þeirri baráttu sem við erum í,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hundsvekktur eftir leikinn í kvöld. „Við tökum stigið úr því sem komið var en við erum ekki sáttir með þetta. Það er orðið mjög erfitt úr þessu að berjast um titilinn.“ Bjarni sagði að spilamennska liðsins hefði verið mun betri en í fyrri tveimur leikjum liðanna. „Þetta er besti leikur okkar gegn Val í sumar og eini leikurinn sem mér fannst við eiga eitthvað skilið úr. Við byrjuðum leikinn illa í dag en við unnum okkur inn í leikinn. Við stýrum leiknum undir lok fyrri hálfleiks og vorum mun betri í seinni.“ Hólmbert og Jacob Schoop fengu báðir dauðafæri til þess að jafna skömmu fyrir leikslok án árangurs. „Við fáum tvö dauðafæri og hefðum hugsanlega átt að fá eitt eða tvö víti líka. Við fengum nokkur góð færi og vorum með boltann mun meira í leiknum en náðum ekki að skila mörkum úr því,“ sagði Bjarni sem sagðist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Ég get lítið velt mér upp úr því hvað verður um mína stöðu. Það er súrt að hafa misst af bikarnum en við erum komnir yfir það. Markmið félagsins er að vinna stóru titlana á hverju ári og ég er mjög ósáttur með það að við séum að missa af þeim báðum.“ Bjarni gerði lítið úr því að Gary Martin hefði setið á bekknum allar nítíu mínútur leiksins í kvöld, þrátt fyrir að KR væri að sækja í von um jöfnunarmark. „Grétar sat allan tímann á bekknum, Kristinn líka. Þetta er eitt af því sem gerist þegar þú ert með stóran og góðan hóp. Almarr, Þorsteinn og Lalo komu inn á í dag og stóðu sig vel og það má bara setja þrjá leikmenn inná í hverjum leik.“ Ólafur: KR er með frábært fótboltalið„Það er auðvitað frekar fúlt að vera svona nálægt því að taka þrjú stig og fá aðeins eitt,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur eftir leikinn. „Þeir lágu svolítið á okkur þarna undir lokin svo kannski var þetta sanngjarnt. Þetta var hörku leikur og ég tek stigið.“ Ólafur taldi leikinn hafa verið skemmtilegan fyrir áhorfendur. „Þetta eru skemmtilegir leikir og ég held að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun fyrir áhorfendur og leikmenn. Það var mikið tekist á og heiðarlega hérna í dag.“ KR-ingar færðu sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn og hefðu með smá heppni getað tekið stigin þrjú. „Þetta er frábært fótboltalið og hættulegt og þeir lágu ansi mikið á okkur þarna undir lokin. Fram að því fannst mér spilamennska strákanna mjög góð, við lokuðum vel á þá og náðum að skapa okkur góð færi.“vísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjá meira
Valsmenn gengu langt með að gera út um titilbaráttu KR í 2-2 jafntefli á Alvogen-vellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Tókst KR-ingum ekki að leggja Valsmenn að velli í þremur tilraunum í sumar en þeim tókst loksins að skora framhjá Ingvari Þór Kale í þriðju tilraun. Það var töluverð pressa á KR-ingum fyrir leikinn en allt annað en þrjú stig þýddu að KR-ingar gætu kvatt titilbaráttuna í ár. Liðið var fimm stigum á eftir FH á toppi Pepsi-deildarinnar þegar fimm umferðir voru eftir. Liðin höfðu mæst tvisvar í ár og í báðum leikjum vann Valur sannfærandi sigur án þess að fá á sig mark, síðast í bikarúrslitaleiknum fyrir tveimur vikum. Hefur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, haft gott tak á KR undanfarinn áratug en síðasta tap hans gegn KR kom um miðbik sumarsins 2003. Valsmenn fengu sannkallaða draumabyrjun í dag en Kristinn Ingi Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 35 sekúndur. Skallaði hann þá fyrirgjöf Mathias Schlie í netið af stuttu færi en spurning var hvort Stefán Logi Magnússon í marki KR hefði átt að gera betur. Þá var hægt að setja stórt spurningarmerki við varnarleik KR í markinu en það var enginn varnarmaður nálægt Kristni þegar fyrirgjöfin kom inn í. Valsmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og kom jöfnunarmark KR því eiginlega þvert gegn gangi leiksins. Skallaði þá Kristinn Freyr Sigurðsson boltann í eigið net eftir aukaspyrnu Jacob Schoop. Eftir það var meira jafnræði í leiknum en Valsmenn fengu betri færin í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að bæta við marki og fóru liðin því inn í hálfleik í stöðunni 0-0.Vísir/StefánValsmenn komust aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks en markið var keimlíkt fyrsta marki leiksins. Aftur kom fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Sigurður Egill Lárusson var aleinn á auðum sjó og skoraði hann með glæsilegu skoti. Tók hann boltann viðstöðulaust með ristinni á lofti og skaut föstu skoti í fjærhornið. KR-ingar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir það og fengu Hólmbert Aron Friðjónsson og Jacob Schoop báðir frábær færi til að jafna stuttu fyrir leikslok. Schoop fékk dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma þegar Óskar Örn skallaði boltann aftur inn í teig á danska miðjumaður en hann skallaði yfir af marklínunni. Stuttu síðar fékk Aron Bjarki Jósepsson, leikmaður KR sitt seinna gula spjald og virtust Valsmenn ætla að taka stigin þrjú þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KR í uppbótartíma. Skallaði hann boltann í netið af löngu færi og gaf KR lífslínu fyrir síðustu mínútur leiksins.Sören reynir hér að sækja á vörn Valsmanna.Vísir/StefánLengra komust KR-ingar ekki þrátt fyrir ágætis tilraunir en Valsmenn voru hársbreidd frá því að stela stigunum þremur á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir darraðadans á marklínu KR-inga. Flautaði Garðar Örn Hinriksson, góður dómari leiksins, stuttu síðar til leiksloka og skiptu liðin því með sér stigi. Það verður erfitt úr þessu fyrir KR að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum en KR-ingar hafa aðeins unnið tvo leiki af síðustu sex og eru fyrir vikið sjö stigum á eftir FH. Hefur sóknarleikur liðsins verið slakur eftir sigurinn á FH og var ekki hægt að sjá á leikmönnum liðsins í dag að um væri að ræða úrslitaleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn hljóta að vera svekktir með að fá aðeins eitt stig úr því sem komið var en þeir virtust ætla að innbyrða verðskuldaðan sigur fram að jöfnunarmarki Almarrs. Valur er áfram sex stigum á eftir KR og heldur tveggja stiga forskoti á Fjölni í 4. sæti Pepsi-deildarinnar. Bjarni: Lítið velt mér upp úr minni stöðu hjá félaginu„Eitt stig hjálpar ekki í titilbaráttunni, við þurftum þrjú stig í þeirri baráttu sem við erum í,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hundsvekktur eftir leikinn í kvöld. „Við tökum stigið úr því sem komið var en við erum ekki sáttir með þetta. Það er orðið mjög erfitt úr þessu að berjast um titilinn.“ Bjarni sagði að spilamennska liðsins hefði verið mun betri en í fyrri tveimur leikjum liðanna. „Þetta er besti leikur okkar gegn Val í sumar og eini leikurinn sem mér fannst við eiga eitthvað skilið úr. Við byrjuðum leikinn illa í dag en við unnum okkur inn í leikinn. Við stýrum leiknum undir lok fyrri hálfleiks og vorum mun betri í seinni.“ Hólmbert og Jacob Schoop fengu báðir dauðafæri til þess að jafna skömmu fyrir leikslok án árangurs. „Við fáum tvö dauðafæri og hefðum hugsanlega átt að fá eitt eða tvö víti líka. Við fengum nokkur góð færi og vorum með boltann mun meira í leiknum en náðum ekki að skila mörkum úr því,“ sagði Bjarni sem sagðist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Ég get lítið velt mér upp úr því hvað verður um mína stöðu. Það er súrt að hafa misst af bikarnum en við erum komnir yfir það. Markmið félagsins er að vinna stóru titlana á hverju ári og ég er mjög ósáttur með það að við séum að missa af þeim báðum.“ Bjarni gerði lítið úr því að Gary Martin hefði setið á bekknum allar nítíu mínútur leiksins í kvöld, þrátt fyrir að KR væri að sækja í von um jöfnunarmark. „Grétar sat allan tímann á bekknum, Kristinn líka. Þetta er eitt af því sem gerist þegar þú ert með stóran og góðan hóp. Almarr, Þorsteinn og Lalo komu inn á í dag og stóðu sig vel og það má bara setja þrjá leikmenn inná í hverjum leik.“ Ólafur: KR er með frábært fótboltalið„Það er auðvitað frekar fúlt að vera svona nálægt því að taka þrjú stig og fá aðeins eitt,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur eftir leikinn. „Þeir lágu svolítið á okkur þarna undir lokin svo kannski var þetta sanngjarnt. Þetta var hörku leikur og ég tek stigið.“ Ólafur taldi leikinn hafa verið skemmtilegan fyrir áhorfendur. „Þetta eru skemmtilegir leikir og ég held að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun fyrir áhorfendur og leikmenn. Það var mikið tekist á og heiðarlega hérna í dag.“ KR-ingar færðu sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn og hefðu með smá heppni getað tekið stigin þrjú. „Þetta er frábært fótboltalið og hættulegt og þeir lágu ansi mikið á okkur þarna undir lokin. Fram að því fannst mér spilamennska strákanna mjög góð, við lokuðum vel á þá og náðum að skapa okkur góð færi.“vísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn