Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 22:49 Krystian á hjólinu sem um ræðir. Til hægri má sjá Shakrukh Khan. Vísir/Krystian/Getty Kópavogsbúinn Krystian Sikora lánaði indverskri stórstjörnu Kawasaki mótorhjólið sitt fyrir tökur á Bollywood myndinni Dilwale sem fram fara hér á landi um þessar mundir. Stjarnan er Shahrukh Khan en samkvæmt The Richest er hann næstríkasti leikari heims. Hann er því ríkasti leikari Indlands. „Þau vildu hjól í þessum lit,“ útskýrir Krystian en hjólið er eins og sjá má af meðfylgjandi myndum appelsínugult. „Þetta er eina ganghæfa Kawasaki hjólið í þessum lit á landinu. Það voru tvö en ég held að hitt sé ekki lengur í lagi. Þau vildu fá þennan lit og mig grunar að það sé vegna þess að kjóllinn á stelpunni sem var í myndinni var í þessum lit. Auk þess sem þetta er frábær litur sem kontrast við svarta sandinn.“Hjólið tók sig vel út á Sólheimasandi.Vísir/Aðsend myndKrystian ók á hjólinu til Víkur síðasta fimmtudag og hitti þar Khan og aðra í upptökuteyminu. Hringt hafði verið í hann snemma um morguninn og hann kominn á staðinn eftir hádegi. Hlutirnir gerast því greinilega hratt á Bollywood-öld. Krystian var á tökustað í um fjóra tíma á meðan stórleikarinn prófaði hjólið og tók upp senurnar. „Hann var bara rosa kúl,“ segir Krystian spurður um hvernig það hafi verið að hitta leikarann. „Ég vissi reyndar ekkert hver þetta var, ef ég hefði séð hann úti á götu hefði ég haldið að þetta væri bara venjulegur náungi. Hann og leikstjórinn voru svölustu gæjarnir þarna, ekki með neina stjörnustæla eða neitt.“ Hjólið vakti lukku Rukh Khan en hann fylgdist með Krystian keyra það áður en hann settist sjálfur á bak. „Svo var hann að keyra hjólið þó að það væru ekkert tökur. Æfði sig smá en það er greinilegt að hann kann að keyra mótorhjól. Enda á hann ábyggilega nokkur sjálfur miðað við hversu ríkur hann er,“ segir Krystian. Það var áhugavert að fylgjast með tökum á þessari Bollywood mynd en Krystian segir þetta hafa verið öðruvísi en nokkuð sem maður átti að venjast. „Það má kannski segja að sé öðruvísi kúl þarna úti heldur en hér á landi. Það var verið að taka upp tónlistaratriði og lagið er ekki eins og maður er vanur að heyra, stórskrýtnir tónar fyrir okkur. En þetta var bara gaman, gaman að fylgjast með þessari framleiðslu og sjá allar þessar stjörnur.“Hér má sjá leikarann og hjólið í miðjum tökum.Mynd/Krystian Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Kópavogsbúinn Krystian Sikora lánaði indverskri stórstjörnu Kawasaki mótorhjólið sitt fyrir tökur á Bollywood myndinni Dilwale sem fram fara hér á landi um þessar mundir. Stjarnan er Shahrukh Khan en samkvæmt The Richest er hann næstríkasti leikari heims. Hann er því ríkasti leikari Indlands. „Þau vildu hjól í þessum lit,“ útskýrir Krystian en hjólið er eins og sjá má af meðfylgjandi myndum appelsínugult. „Þetta er eina ganghæfa Kawasaki hjólið í þessum lit á landinu. Það voru tvö en ég held að hitt sé ekki lengur í lagi. Þau vildu fá þennan lit og mig grunar að það sé vegna þess að kjóllinn á stelpunni sem var í myndinni var í þessum lit. Auk þess sem þetta er frábær litur sem kontrast við svarta sandinn.“Hjólið tók sig vel út á Sólheimasandi.Vísir/Aðsend myndKrystian ók á hjólinu til Víkur síðasta fimmtudag og hitti þar Khan og aðra í upptökuteyminu. Hringt hafði verið í hann snemma um morguninn og hann kominn á staðinn eftir hádegi. Hlutirnir gerast því greinilega hratt á Bollywood-öld. Krystian var á tökustað í um fjóra tíma á meðan stórleikarinn prófaði hjólið og tók upp senurnar. „Hann var bara rosa kúl,“ segir Krystian spurður um hvernig það hafi verið að hitta leikarann. „Ég vissi reyndar ekkert hver þetta var, ef ég hefði séð hann úti á götu hefði ég haldið að þetta væri bara venjulegur náungi. Hann og leikstjórinn voru svölustu gæjarnir þarna, ekki með neina stjörnustæla eða neitt.“ Hjólið vakti lukku Rukh Khan en hann fylgdist með Krystian keyra það áður en hann settist sjálfur á bak. „Svo var hann að keyra hjólið þó að það væru ekkert tökur. Æfði sig smá en það er greinilegt að hann kann að keyra mótorhjól. Enda á hann ábyggilega nokkur sjálfur miðað við hversu ríkur hann er,“ segir Krystian. Það var áhugavert að fylgjast með tökum á þessari Bollywood mynd en Krystian segir þetta hafa verið öðruvísi en nokkuð sem maður átti að venjast. „Það má kannski segja að sé öðruvísi kúl þarna úti heldur en hér á landi. Það var verið að taka upp tónlistaratriði og lagið er ekki eins og maður er vanur að heyra, stórskrýtnir tónar fyrir okkur. En þetta var bara gaman, gaman að fylgjast með þessari framleiðslu og sjá allar þessar stjörnur.“Hér má sjá leikarann og hjólið í miðjum tökum.Mynd/Krystian
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira