Aðsúgur gerður að lögreglu á Extreme Chill Festival: 29 fíkniefnamál á 200 manna hátíð Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 15:23 Lögreglan hélt uppi markvissu eftirliti á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Tuttugu og níu fíknefnamál komu upp hjá lögreglunni á Vesturlandi um liðna helgi en embættið segir flest þeirra tengd gestum tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival sem haldin var á Hellissandi á Snæfellsnesi daga 7. til 9. ágúst. Lögreglan telur að um 200 manns hafi sótt þessa hátíð en hún segist hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem var í fíkniefnaneyslu og með ung börn. Hún nefnir einnig í fréttapósti sínum að í tvígang hafi verið gerður aðsúgur að lögreglu þegar hún hafði afskipti af fólki. Lögreglan segir hátíðina hafa verið haldna á mikilla afskipta lögreglu síðustu ár en nú hélt lögreglan uppi markvissu eftirliti og notaði meðal annars tvo fíkniefnahunda. Lögreglan segist hafa að mestu hafa lagt hald á neysluskammta hjá fólki en einnig fundust efni sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Lögreglan segir að mest megnis hafi verið um kannabisefni að ræða en einnig fundust harðari efni eins og amfetamín og kókaín. Lagði lögregla einnig hald á ætlaða ofskynjunarsveppi og skammta af ætluðu LSD og nokkrar töflur af ætluðu MDMA. Tvö barnaverndarmál komu upp í tengslum við samkomuna og þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki á tjaldstæði sem var í fíkniefnaneyslu og var með ung börn. Var þeim málum komið til barnaverndaryfirvalda. Lögreglan segir marga samkomugesti hafa verið mjög ósátta við afskipti lögreglu og segir hún að aðsúgur hafi verið gerður að lögreglunni í tvígang þegar hún hafði afskipti af fólki.Um helgina komu 29 fíkniefnamál upp hjá Lögreglunni á Vesturlandi og voru flest þeira tengd gestum tónleikanna 'Extreme...Posted by Lögreglan Vesturlandi on Monday, August 10, 2015 Tengdar fréttir Tónlistin talar við náttúrufegurðina Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli fer fram í sjötta sinn um helgina á Hellissandi. 7. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Tuttugu og níu fíknefnamál komu upp hjá lögreglunni á Vesturlandi um liðna helgi en embættið segir flest þeirra tengd gestum tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival sem haldin var á Hellissandi á Snæfellsnesi daga 7. til 9. ágúst. Lögreglan telur að um 200 manns hafi sótt þessa hátíð en hún segist hafa þurft að hafa afskipti af fólki sem var í fíkniefnaneyslu og með ung börn. Hún nefnir einnig í fréttapósti sínum að í tvígang hafi verið gerður aðsúgur að lögreglu þegar hún hafði afskipti af fólki. Lögreglan segir hátíðina hafa verið haldna á mikilla afskipta lögreglu síðustu ár en nú hélt lögreglan uppi markvissu eftirliti og notaði meðal annars tvo fíkniefnahunda. Lögreglan segist hafa að mestu hafa lagt hald á neysluskammta hjá fólki en einnig fundust efni sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Lögreglan segir að mest megnis hafi verið um kannabisefni að ræða en einnig fundust harðari efni eins og amfetamín og kókaín. Lagði lögregla einnig hald á ætlaða ofskynjunarsveppi og skammta af ætluðu LSD og nokkrar töflur af ætluðu MDMA. Tvö barnaverndarmál komu upp í tengslum við samkomuna og þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki á tjaldstæði sem var í fíkniefnaneyslu og var með ung börn. Var þeim málum komið til barnaverndaryfirvalda. Lögreglan segir marga samkomugesti hafa verið mjög ósátta við afskipti lögreglu og segir hún að aðsúgur hafi verið gerður að lögreglunni í tvígang þegar hún hafði afskipti af fólki.Um helgina komu 29 fíkniefnamál upp hjá Lögreglunni á Vesturlandi og voru flest þeira tengd gestum tónleikanna 'Extreme...Posted by Lögreglan Vesturlandi on Monday, August 10, 2015
Tengdar fréttir Tónlistin talar við náttúrufegurðina Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli fer fram í sjötta sinn um helgina á Hellissandi. 7. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Tónlistin talar við náttúrufegurðina Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli fer fram í sjötta sinn um helgina á Hellissandi. 7. ágúst 2015 09:30