Erlent

Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire

Atli Ísleifsson skrifar
Bernie Sanders lýsir sjálfum sér sem sósíalista.
Bernie Sanders lýsir sjálfum sér sem sósíalista. Vísir/AFP
Öldungadeildarþingmaður Vermont, Bernie Sanders, mælist með meira fylgi en Hillary Clinton á meðal Demókrata í New Hampshire samkvæmt nýrri skoðanakönnun Franklin Pierce háskóla.

Sanders, sem lýsir sjálfum sér sem sósíalista, mælist með 44 prósent fylgi en Hillary 37 prósent.

Þetta er í fyrsta sinn sem Sanders mælist með meiri stuðning en Hillary, en New Hamphire er eitt fyrsta ríkið þar sem kosið verður í forvali Demókrata sem hefst þann 1. febrúar á næsta ári.

Í frétt Guardian kemur fram að í sambærilegri könnun fyrir átta árum, í september 2007, mældist Clinton með 36 prósent fylgi samanborið við 18 prósent hjá Barack Obama, núsitjandi forseta.


Tengdar fréttir

Bernie Sanders vill verða forseti

Öldungadeildarþingmaður Vermont hefur tilkynnt að hann vilji verða forsetaframbjóðandi Demókrata á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×