Erlent

Minnst 40 flóttamenn létu lífið á Miðjarðarhafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá björgunaraðgerðum ítölsku strandgæslunnar fyrr í þessum mánuði.
Frá björgunaraðgerðum ítölsku strandgæslunnar fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA
Minnst 40 flóttamenn létu lífið um borð í skipi smyglara á miðjarðarhafinu norður af ströndum Líbýu. Strandgæsla Ítalíu bjargaði 320 manns af skipinu í morgun, en líkin fundust í lest skipsins þar sem flóttafólki hafði verið troðið.

Mögulegt er að fjöldi látinna muni hækka ennfremur en björgunaraðgerðir standa enn yfir. Haft er eftir Angelino Alfano, innanríkisráðherra Ítalíu, að enn sé verið að telja líkin. á vef BBC kemur fram að fólkið kafnaði í lestinni.

Um 2.100 manns hafa farist við að reyna að komast til Evrópu, það sem af er þessu ári. Flestir þeirra leggja af stað frá ströndum Líbýu, þar sem fjölmargir smyglarar starfa. Þeir notast við illa búna báta og setja gífurlega marga um borð í þá og skapa þannig mikla hættu fyrir flóttafólkið.

AP fréttaveitan segir frá því að það sem af er þessu ári hafa 237 þúsund manns ferðast yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Allt árið í fyrra var þessi fjöldi 219 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×