Stjörnur Bollywood elska friðinn sem þær fá á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2015 10:00 Saif Ali Khan og Kareena Kapoor eru glæsileg hjón. Vísir/Getty Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira