Katrín Tanja: „Fór í áheyrnarprufur í kjölfar sigursins“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 21:00 „Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan. Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Sjá meira
„Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan.
Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00
Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52
Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48