Katrín Tanja: „Fór í áheyrnarprufur í kjölfar sigursins“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 21:00 „Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan. Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan.
Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00
Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52
Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48