Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima 28. júlí 2015 19:05 Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira