Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 21:38 Sigrún í sjónum. mynd/ermasund sigrúnar Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær. Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær.
Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38
Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13